Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júní 2013 18:30 Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira