Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júní 2013 18:30 Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent