Viðskipti innlent

Efla samstarf vegna olíuiðnaðar

SHÁ skrifar
Ýmsir sjá mikil tækifæri í iðnaði á Grænlandi.
Ýmsir sjá mikil tækifæri í iðnaði á Grænlandi. fréttablaðið/vilhelm

Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi.

Með samstarfinu verður stefnt að því að nýta þekkingu danskra fyrirtækja á sviði olíuiðnaðarins og reynslu íslenskra fyrirtækja á margháttaðri starfsemi á Grænlandi. Lögð er rík áhersla á það af beggja hálfu að vinna í nánu samstarfi við grænlensk fyrirtæki og stofnanir og reyna með samstarfinu að efla þríhliða samskipti í uppbyggingu og þróun grænlenska olíu- og gasiðnaðarins.

Danski klasinn, sem hefur innan sinna vébanda yfir 270 fyrirtæki og stofnanir, og þar á meðal nær öll stærstu fyrirtæki Danmerkur á þessu sviði, hefur starfrækt systurklasa á Grænlandi sem nefnist Offshore Greenland og ætlunin er að verði jafnframt samstarfsaðili. „Það eru mögulega mikil tækifæri í uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi og við Íslendingar getum nýtt okkar reynslu af verkefnum á norðlægum slóðum,” segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×