Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júní 2013 13:29 Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar en þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. MYND/GETTY Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“ Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira