Viðskipti innlent

BroadGroup: Ísland ákjósanlegt sem miðstöð netþjónabúa

Í nýrri úttekt sem BroadGroup Consulting hefur unnið fyrir Landsvirkjun segir að í framtíðinni sé Ísland ákjósanlegt sem miðstöð fyrir netþjónabú. Landið hafi allt sem þarf, góða innviði og ekki hvað síst ódýra sjálfbæra orku.

Í niðurstöðum úttektarinnar segir að fyrir utan hagstætt orkuverð megi nefna stuðning frá stjórnvöldum og hagstæða staðsetningu Íslands mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu.  Orka er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri netþjónabúa og á Íslandi sé til staðar mjög samkeppnishæft orkuverð sem hægt er að semja um til tíu ára eða lengur.

Eftir töluverðu er að slægjast í náinni framtíð hvað uppsetningu og rekstur á netþjónabúum varðar. Þannig kemur fram í úttekt BroadGroup að Microsoft hafi nýlega birt niðurstöður rannsóknar sem sýni að á heimsvísu sé um 50 milljörðum dollara varið árlega í að byggja netþjónabú. Þessi upphæð verði orðin 78 milljarðar dollara, eða um 9.600 milljarðar kr., árið 2020. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×