Eigendur Reykjahlíðar vilja virkjun í Bjarnarflagi 31. maí 2013 11:07 Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendunum. Þar segir að þetta jarðhitasvæðið er í landi Reykjahlíðar og Landsvirkjun hefur orkunýtingarrétt á stórum hluta þess. "Í Bjarnarflagi var reist 3 MW jarðgufuvirkjun árið 1969, sú fyrsta hérlendis og ein sú fyrsta í veröldinni. Þar er því elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi og ekkert jarðhitasvæði á landinu hefur verið rannsakað jafn vel og lengi og Bjarnarflag. Umhverfismat hefur legið fyrir frá árinu 2004 og þar kemur fram að virkjunin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ný jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi er í nýtingarflokki rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem Alþingi samþykkti í janúar 2013. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og nú er vinna við hönnun og útboð 45 MW virkjunar á lokastigi. Sex af átta vinnsluborholum eru þegar til staðar og nægja fyrir 40MW af 45 MW sem framleidd verða í nýrri Bjarnarflagsvirkjun. Ekki verður séð að lífríki Mývatns sé hætta búin af virkjuninni, enda augljóst að landeigendur væru síðastir manna til að knýja á um starfsemi sem kynni að ógna á einhvern hátt einni þekktustu náttúruperlu landsins. Mývetningar eru með ýmsar ráðagerðir á prjónum til nýtingar raforkuaffallsvatns og gufu frá nýrri Bjarnarflagsvirkjun á umhverfisvænan hátt. Með nýrri virkjun í Bjarnarflagi skapast kærkomin tækifæri til að fjölga störfum í Mývatnssveit og á svæðum í kring og þó fyrr hefði verið," að því er segir í tilkynningunni. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendunum. Þar segir að þetta jarðhitasvæðið er í landi Reykjahlíðar og Landsvirkjun hefur orkunýtingarrétt á stórum hluta þess. "Í Bjarnarflagi var reist 3 MW jarðgufuvirkjun árið 1969, sú fyrsta hérlendis og ein sú fyrsta í veröldinni. Þar er því elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi og ekkert jarðhitasvæði á landinu hefur verið rannsakað jafn vel og lengi og Bjarnarflag. Umhverfismat hefur legið fyrir frá árinu 2004 og þar kemur fram að virkjunin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ný jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi er í nýtingarflokki rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem Alþingi samþykkti í janúar 2013. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og nú er vinna við hönnun og útboð 45 MW virkjunar á lokastigi. Sex af átta vinnsluborholum eru þegar til staðar og nægja fyrir 40MW af 45 MW sem framleidd verða í nýrri Bjarnarflagsvirkjun. Ekki verður séð að lífríki Mývatns sé hætta búin af virkjuninni, enda augljóst að landeigendur væru síðastir manna til að knýja á um starfsemi sem kynni að ógna á einhvern hátt einni þekktustu náttúruperlu landsins. Mývetningar eru með ýmsar ráðagerðir á prjónum til nýtingar raforkuaffallsvatns og gufu frá nýrri Bjarnarflagsvirkjun á umhverfisvænan hátt. Með nýrri virkjun í Bjarnarflagi skapast kærkomin tækifæri til að fjölga störfum í Mývatnssveit og á svæðum í kring og þó fyrr hefði verið," að því er segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent