Viðskipti innlent

Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi

„Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“

Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins undir fyrirsögninni:  Villandi umræða um gengisbreytingar krónunnar og verð á innfluttum vörum. Þar segir að því er oft haldið fram í opinberri umræðu að styrking gengis krónunnar skili sér seint og illa til neytenda í lækkuðu verði á innfluttum vörum. Því sé hins vegar öfugt farið þegar gengi krónunnar veikist, þá séu innflytjendur fljótir að hækka vöruverð. Slíkar staðhæfingar byggja á mikilli einföldun og eru villandi. Látið er í veðri vaka að einungis gengi krónunnar standi að baki verðmyndun innfluttra neysluvara. Litið er fram hjá öðrum mikilvægum þáttum, einkum innkaupsverði í erlendri mynt og innlendum kostnaði.

Þá er oft talið eðlilegt að styrking gengis skili sér í verði neysluvöru nánast samstundis eða með lítilli töf. Raunin er að mismunandi er eftir vöruflokkum hve langan tíma tekur fyrir gengisbreytingar að hafa áhrif á verð neysluvöru. Í sumum tilvikum skila gengisbreytingar sér hratt, t.d. í beinum innflutningi smásala á dagvörum þar sem vöruveltan er mikil. Í öðrum tilvikum, þar sem veltan er hægari, skila breytingarnar sér á lengri tíma, t.d. þegar í gildi eru samningar milli birgja og smásala til nokkurra mánaða í senn og til eru birgðir af vörunum til nokkurra mánaða.

Þá kann óstöðugt gengi krónunnar að skapa tregðu til hækkunar eða lækkunar á vöruverði vegna óvissu um varanleika gengisbreytinganna. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×