Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi 30. maí 2013 13:42 Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Þetta kemur fram í skeyti frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þar segir að Vestmannaeyjabær þakkar væntanlegum kaupanda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum var sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa aukna sátt um sjávarútveg. Með þessu finna íbúar einlægan vilja útgerðamanna til að standa vörð um þau byggðarlög sem eru jarðvegur sjávarútvegsins. Viljinn til samstarfs um sameiginlega hagsmuni verður því gagnkvæmur. Ferill þessa máls sýnir að þegar farið er að lögum um stjórn fiskveiða eins og þau voru samþykkt af löggjafanum eykst öryggi sjávarbyggða til muna. Með forkaupsréttinum er tryggt að aflaheimildir flytjist ekki á milli atvinnusvæða á meðan útgerðir á staðnum treysta sér til að gera út á hagkvæman máta. Íbúar sjávarbyggða eru þeir sem líða fyrir það þegar útgerðir eru seldar án þess að forkaupsréttarákvæðið sé virt. Vestmannaeyjabær vill nota þetta tækifæri til að skerpa á þessu mikilvæga ákvæði sem tekur á forkaupsrétti og leita enn frekari leiða til að tryggja öryggi sjávarbyggða. Enn fremur minnir Vestmannaeyjabær á þau málaferli sem nú standa yfir gagnvart kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins og varðar þetta sama ákvæði. Með því mun Vestmannaeyjabær láta reyna á réttarfarslega stöðu sveitarfélaga þegar forkaupsréttur er ekki virtur. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Þetta kemur fram í skeyti frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þar segir að Vestmannaeyjabær þakkar væntanlegum kaupanda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum var sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa aukna sátt um sjávarútveg. Með þessu finna íbúar einlægan vilja útgerðamanna til að standa vörð um þau byggðarlög sem eru jarðvegur sjávarútvegsins. Viljinn til samstarfs um sameiginlega hagsmuni verður því gagnkvæmur. Ferill þessa máls sýnir að þegar farið er að lögum um stjórn fiskveiða eins og þau voru samþykkt af löggjafanum eykst öryggi sjávarbyggða til muna. Með forkaupsréttinum er tryggt að aflaheimildir flytjist ekki á milli atvinnusvæða á meðan útgerðir á staðnum treysta sér til að gera út á hagkvæman máta. Íbúar sjávarbyggða eru þeir sem líða fyrir það þegar útgerðir eru seldar án þess að forkaupsréttarákvæðið sé virt. Vestmannaeyjabær vill nota þetta tækifæri til að skerpa á þessu mikilvæga ákvæði sem tekur á forkaupsrétti og leita enn frekari leiða til að tryggja öryggi sjávarbyggða. Enn fremur minnir Vestmannaeyjabær á þau málaferli sem nú standa yfir gagnvart kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins og varðar þetta sama ákvæði. Með því mun Vestmannaeyjabær láta reyna á réttarfarslega stöðu sveitarfélaga þegar forkaupsréttur er ekki virtur.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent