Hagnaður TM yfir hálfur milljarður á fyrsta ársfjórðungi 31. maí 2013 09:37 Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en á stjórnarfundi í dag samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins 2013. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins. „Við skilum góðum rekstrarniðurstöðum á fyrsta ársfjórðungi þar sem afkoma af vátryggingastarfsemi var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hefur verið yfirlýst markmið okkar um árabil að bæta afkomu vátryggingastarfsemi TM þannig að hún standist samanburð við sambærileg norræn vátryggingarfélög. Rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs, og raunar síðustu missera einnig, staðfesta að við erum komin vel á veg með þetta markmið okkar,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM í tilkynningunni. „Mjög hörð samkeppni ríkir á íslenskum vátryggingamarkaði og því er afkomubatinn ekki til kominn vegna hækkunar iðgjalda heldur fyrst og fremst vegna lægri tjónakostnaðar. Við höfum lagt ríka áherslu á forvarnir í samstarfi við viðskiptavini okkar auk þess sem allt áhættumat er í stöðugri þróun. Þessar áherslur eiga án efa drjúgan þátt í fækkun tjóna hjá viðskiptavinum og lægri tjónakostnaði félagsins. Það ber þó að hafa það í huga að hér er eingöngu um einn ársfjórðung að ræða og sveiflur geta verið töluverðar milli tímabila eins og reynslan hefur sýnt.” Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en á stjórnarfundi í dag samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins 2013. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins. „Við skilum góðum rekstrarniðurstöðum á fyrsta ársfjórðungi þar sem afkoma af vátryggingastarfsemi var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hefur verið yfirlýst markmið okkar um árabil að bæta afkomu vátryggingastarfsemi TM þannig að hún standist samanburð við sambærileg norræn vátryggingarfélög. Rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs, og raunar síðustu missera einnig, staðfesta að við erum komin vel á veg með þetta markmið okkar,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM í tilkynningunni. „Mjög hörð samkeppni ríkir á íslenskum vátryggingamarkaði og því er afkomubatinn ekki til kominn vegna hækkunar iðgjalda heldur fyrst og fremst vegna lægri tjónakostnaðar. Við höfum lagt ríka áherslu á forvarnir í samstarfi við viðskiptavini okkar auk þess sem allt áhættumat er í stöðugri þróun. Þessar áherslur eiga án efa drjúgan þátt í fækkun tjóna hjá viðskiptavinum og lægri tjónakostnaði félagsins. Það ber þó að hafa það í huga að hér er eingöngu um einn ársfjórðung að ræða og sveiflur geta verið töluverðar milli tímabila eins og reynslan hefur sýnt.”
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira