Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS 31. maí 2013 07:57 Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira