Viðskipti innlent

Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál

Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason
Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason

Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason  einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu.

Að sögn Hjartar verður vefmiðillinn  með alls kyns fréttir af sjónum og landvinnslunni og fylgist náið með allri þróun, tækni og tækjabúnaðar,  er tengjast vinnslu og veiðum:

„Við verðum líka með mannlegar fréttir til dæmis með því að spjalla við fólk á sjónum og í landi því svo sannarlega er á vísan að róa þegar sótt er í sjávarútveginn eftir fréttum. Hann er óþrjótandi uppspretta frétta og frásagna af margvíslegu tagi, enda undirstöðuatvinnugrein frá örófi alda. Fólk og fiskur verður viðfangsefni okkar og við munum jafnframt leitast við að efla þekkingu fólks á undirstöðuatvinnuveginum með vandaðri og óvilhallri umfjöllun” 

Framkvæmdastjóri og útgefandi kvótinn.is er Ólafur M. Jóhannesson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×