Viðskipti innlent

Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990

Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar má nefna að á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var þjónustujöfnuður neikvæður um 5,7 milljarða kr. og árið þar á undan neikvæður um 2,5 milljarða kr., sem er raun telst afar lítill halli á þessu tímabili sögulega séð.  Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×