Viðskipti innlent

Leysa þarf vanda ÍLS í samvinnu við kröfuhafa

Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) og velferðarráðuneytið hafa sent til Kauphallarinnar segir að vanda sjóðsins þarf að leysa í samvinnu við kröfuhafa hans. Jafnframt er áréttað að ÍLS nýtur ríkisábyrgðar.

Tilkynningin hljóðar svo: „Í viðtali Bloomberg við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra 29. maí er haft eftir ráðherranum að það sé sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi aðila að finna lausn á vanda Íbúðalánasjóðs.

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að taka á vanda Íbúðalánasjóðs og málefni hans eru til skoðunar en engar ákvarðanir hafa verið teknar í því efni.

Mikilvægt er að árétta að Íbúðalánsjóður nýtur fullrar ríkisábyrgðar. Það liggur ljóst fyrir að skilmálum skuldabréfa verður ekki breytt nema með samkomulagi við eigendur bréfanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×