Fleiri fréttir Fimmföld velta á hlutabréfamarkaði. Velta á hlutabréfamarkaði núna í ársbyrjun er fimmföld miðað við meðalveltu á dag allt árið í fyrra. Þá hefur töluverð hækkun orðið á úrvalsvísitölunni. Greining Íslandsbanka gerir hlutabréfahækkunina að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu. 14.1.2013 11:41 Vefur Vífilfells kominn í lag á ný Brotist var í nótt inn í tölvukerfi þjónustufyrirtækis, sem m.a. hýsir vef Vífilfells hf. Um var að ræða svokallaða tölvuhakkara, sem skildu eftir sig stutt skilaboð á tyrknesku á vefsíðu Vífilfells hf. 14.1.2013 11:06 Landsbankinn kaupir stóran hlut af Einari Sveinssyni í Nýherja Landsbankinn er komin í hóp stórra hluthafa í Nýherja en bankinn keypti stóran hlut af Einari Sveinssyni í félaginu fyrir helgina. 14.1.2013 10:19 Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar þar sem verðbólga mælist enn töluvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. 14.1.2013 09:39 Ísland fær búbót upp á 750 milljónir í Barentshafi Þorskkvóti Íslands í Barentshafi mun aukast um 3.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við fyrra ár. Miðað við algengt kílóverð á þorski, eða um 250 krónur á kíló, á fiskmörkuðum í dag er verðmæti þessa aukna kvóta rúmlega milljarður króna. 14.1.2013 08:14 Kaupþingsrannsókn kostaði 270 milljónir Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office (SFO), eyddi 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á falli Kaupþings. Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn á grundvelli upplýsingalaga og birti svörin fyrir helgi. Rannsókninni var hætt í fyrra eftir að SFO viðurkenndi röð mistaka við framkvæmd hennar og bað meðal annars einn hinna grunuðu afsökunar á framferði sínu við rannsóknina, sem var ein sú umsvifamesta sem stofnunin hafði ráðist í. 14.1.2013 07:00 Áfram hækkanir á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa flestra íslenskra hlutafélaga sem skráð eru á markað í kauphöllinni hækkaði í dag. Mesta hækkunin var á gengi bréfa Marels, eða um 2,01 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 152. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 205. 14.1.2013 00:01 20 milljóna króna fjárfesting Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fjárfestingin í Muddy Boots nemi innan við 20 milljónum íslenskra króna, en ekki hundruðum milljóna eins og fram kom á vef Telegraph. Greint var frá því í morgun að hann hafi fjárfest í kjötiðnaðarfyrirtæki sem aðallega starfar við framleiðslu á hamborgurum. 13.1.2013 14:11 Íslendingar fóru 358 þúsund sinnum til útlanda í fyrra Samtals fóru Íslendingar rúmlega 358 þúsund sinnum frá landinu í fyrra. Það er aukning um fimm prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Túristi.is. 13.1.2013 10:43 Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. "Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila,“ sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. 12.1.2013 21:30 Ísland með í samningum WTO um frelsi í fjármálaþjónustu Ísland verður í hópi 21 ríkis innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í undirbúningi að nýjum samningaviðræðum um aukið frelsi milli landa og afnám hindrana hvað varðar fjármála- og fjarskiptaþjónustu. 12.1.2013 11:58 Vextir á Íslandi með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum Vextir á Íslandi, hvort sem um skammtíma- eða langtímavexti er að ræða eru með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum heimsins. Talið er að afnám gjaldeyrishaftanna muni auka þennan vaxtamun enn frekar. 12.1.2013 09:51 Seðlabankinn fylgist með hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabú gamla Landsbankans. 11.1.2013 16:51 Reginn hækkar um ríflega fjögur prósent Fasteignafélagið Reginn hefur hækkað um 4,05 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 12,38. Gengi bréfa félagsins við skráningu á sumarmánuðum 2012 var 8,2. 11.1.2013 11:42 Telur auðlegðarskattinn fara gegn stjórnarskrá Garðar Valdimarsson hrl. segir auðlegðarskattinn, sem lagður er á hreina eign einstaklinga yfir 75 milljónum og hjóna yfir 100 milljónum, fara gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðgsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda. 11.1.2013 10:05 FME blæs á athugasemdir Stafa Fjármálaeftirlitið (FME) gefur lítið fyrir þær athugasemdir sem lífeyrissjóðurinn Stafir hefur gert við úttekt eftirlitsins á starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið segir m.a. að óvarlegt sé að fullyrða að engir fjármunir hafi tapast í tengslum við þau atriði sem eftirlitið gerði athugasemdir við. 11.1.2013 08:07 Erlendar eignir Seðlabankans 540 milljarðar Erlendar eignir Seðlabankans námu um 540 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um tæpa 13 milljarðar frá fyrri mánuði. 11.1.2013 06:38 Skattbyrðin á Íslandi undir meðaltali Evrópuríkja Ísland er í 16. sæti í samanburði á skattbyrði meðal 30 Evrópuþjóða samkvæmt nýju yfirliti Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 11.1.2013 06:25 Gengi Icelandair og Regins í hæstu hæðum Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mesta allra í kauphöll Íslands í dag, eða um 3,36 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 12,3. Félagið var skráð á markað á genginu 8,2 sl. sumar. Gengi bréfa félagsins hefur ekki verið hærra frá skráningu. 11.1.2013 00:01 VÍS búið að selja hlut sinn í Vefpressunni Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. 10.1.2013 17:49 Guðmundarsmiðja opnuð á Ísafirði Stafræn smiðja var formlega opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði í byrjun ársins. Hún hefur reyndar verið í notkun síðan í haust og aðsókn verið góð, að sögn Þrastar Jóhannssonar, kennara við skólann. 10.1.2013 17:00 Kemur til greina að stytta gildistíma kjarasamninga Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til viðræðu við Alþýðusambandið og landssambönd þess um að stytta samningstímann í gildandi kjarasamningum frá 5. maí 2011 til 31. desember 2013. 10.1.2013 16:48 Frægur markaðsmaður til Íslands Bandaríski prófessorinn Philip Kotler heldur fyrirlestur í Háskólabíói 24. apríl. 10.1.2013 13:00 Miklar hækkanir á hlutabréfum í kauphöllinni í dag Miklar hækkanir hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, en mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Icelandair Group, Haga, en það hefur hækkað um 3,28 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,1, og hefur aldrei verið hærra. 10.1.2013 12:13 Kröfðust gjaldþrotaskipta yfir DV Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV á dögunum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að þessi krafa hafi verið vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð á síðustu stundu þegar skuldin var greidd upp. Vísir hefur á undanförnum þremur vikum ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins en án árangurs. 10.1.2013 09:15 Útflutningur á ferskum þorski eykst verulega Útflutningur á ferskum þorski jókst um liðlega 30 prósent fyrstu ellefu mánuði síðasta árs samanborið við árið á undan og verðmætið var hátt í 21 milljarður samanborið við tæpa 17 milljarða árið áður. 10.1.2013 07:28 Leigumarkaðurinn minnkar og leigan hækkar Leigumarkaðurinn skrapp saman um 9% á milli ára á síðasta ári, en þá voru rúmlega 9.000 leigusamningar gerður á landinu öllu. Það fækkun um 868 samninga frá fyrra ári. 10.1.2013 06:31 Hampiðjan kaupir fyrirtæki í Danmörku Cosmos Trawl, fyrirtæki sem er alfarið í eigu Hampiðjunnar, hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Danmörku. Kaupverðið var 13 milljónir danskra króna eða tæplega 300 milljónir króna. 10.1.2013 06:26 Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.337 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.337 milljörðum kr. í lok nóvember s.l. og hafði þar með aukist um 10 milljarða kr. frá október eða um 0,4%. Þar af var eign lífeyrissjóða 230 milljarðar kr. í séreignardeildum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 10.1.2013 06:24 Ólíklegt að nauðasamningar klárist fyrir kosningar Litlar líkur eru á því að nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankana nái fram að ganga fyrir kosningar, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun. 9.1.2013 10:52 Skeljungur eina félagið sem hækkar eldsneytisverðið Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni um þrjár krónur og dísilolíu um tvær krónur lítrann. Ekkert annað olíufélag hefur hækkað eldsneytisverð. 9.1.2013 10:13 Seðlabankinn tók út 85,5 milljarða hjá AGS Seðlabankinn nær fullnýtti sér sérstök dráttarréttindi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum (AGS) á síðasta ári og tók þar út 85,5 milljarða kr. að því er segir í efnahagsreikningi bankans sem birtur er í hagtölum hans. Aðeins 1,7 milljarðar kr. standa eftir af þessum sérstöku dráttarréttindum. 9.1.2013 09:09 Gistinóttum á hótelum í nóvember fjölgaði um 48% Gistinætur á hótelum í nóvember s.l. voru 115.200 samanborið við 77.600 í nóvember árið áður. Þetta er aukning um 48% milli ára. 9.1.2013 09:05 Von á viðskiptanefnd frá Humber svæðinu til Íslands Von er á stórri viðskiptanefnd frá Humber svæðinu í Bretlandi og þá einkum frá Grimsby og Hull. 9.1.2013 07:28 Eini Ferrari bíll landsins til sölu Eini Ferrari bíll landsins er til sölu í Nýju bílahöllinni. Um er að ræða rauðan Ferrari 328 GTS og á hann að kosta tæpar 15 milljónir króna þótt hann sé orðinn 24 ára gamall. 9.1.2013 07:15 Ákvörðun Seðlabankans stöðvar ekki gengisfall krónunnar Greining Arion banka segir að ákvörðun Seðlabankans um að hætta tímabundið kaupum á gjaldeyri muni ekki á neinn hátt draga úr áframhaldandi veikingu á gengi krónunnar og þar með aukinni verðbólgu. 9.1.2013 07:12 Ný Samsung tæki koma til Íslands í apríl Samsung kynnti ný og hátæknivædd sjónvarpstæki á CES tækjasýningunni í Las Vegas sem hófst í gærkvöld. Samsung hefur tilkynnt að þessi nýju sjónvarpstæki muni bjóða upp á það besta í tækni, mynd og hljóði sem völ er á í dag. Tækin koma á markað hér á landi í apríl og verða þá kynnt í Samsung setrinu í Síðumúla. 8.1.2013 15:30 AUÐUR kaupir helming í Íslenska gámafélaginu AUÐUR I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur. 8.1.2013 14:32 Olíufélögin sýknuð af skaðabótakröfu Olíufélögin þrjú, Ker, Olíuverzlun Íslands, og Skeljungur voru í morgun sýknuð af skaðabótakröfu íslenskra ríkisins. Ríkið höfðaði mál vegna útboðs árið 1996, en þá voru gerðir samningar vegna kaupa á eldsneyti fyrir Landhelgisgæsluna og dómsmálaráðuneytið, sem keypti eldsneyti fyrir lögregluna og önnur embætti sem heyra undir ráðuneytið. 8.1.2013 13:31 Um 800 manns sóttu um störf flugliða Um átta hundruð umsóknir bárust um störf flugliða hjá WOW air en félagið auglýsti störfin í lok nóvember. Um 50-60 manns verða ráðnir í sumarstörf flugliða en WOW air verður með fjórar vélar í rekstri og mun fljúga til 14 áfangastaða víðs vegar um Evrópu. Fjórir nýir áfangastaðir hafa bæst við leiðarkerfi WOW air frá því síðasta sumar; Barcelona, Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf. Því var þörf á að ráða fleiri flugliða til starfa. Gert er ráð fyrir 450 þúsund farþegum með WOW air árið 2013, segir í tilkynningu frá félaginu. 8.1.2013 11:19 Yfir 90 samningar um fasteignir yfir áramótin í borginni Alls var 94 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin eða í vikunni frá 28. desember til og með 3. janúar. 8.1.2013 10:24 Skipakomum til Faxaflóahafna fjölgaði lítilsháttar í fyrra Lítilsháttar fjölgun varð í skipakomum til Faxaflóahafna í fyrra miðað við árið á undan. Hér er miðað við skip sem eru 100 brúttótonn eða meira. Skipakomur urði samkvæmt því 1.471 en voru árið áður 1.454 talsins. 8.1.2013 07:20 Met: Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra, sem er metfjöldi farþega frá upphafi. Aukningin frá fyrra ári var 16%, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.1.2013 06:27 Viðskipti Landsbankans veiktu krónuna Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. 7.1.2013 19:00 Jón Ásgeir segir ákæru lýsa frekju fremur en umboðssvikum Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við fréttastofu að hann sé saklaus af ákæru í Aurum-málinu og að samskipti hans og Lárusar Welding bankastjóra Glitnis hafi ekki verið óeðlileg. Þá segir hann að ef saksóknari ætli að ákæra hann fyrir frekju þá verði hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu. 7.1.2013 14:12 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmföld velta á hlutabréfamarkaði. Velta á hlutabréfamarkaði núna í ársbyrjun er fimmföld miðað við meðalveltu á dag allt árið í fyrra. Þá hefur töluverð hækkun orðið á úrvalsvísitölunni. Greining Íslandsbanka gerir hlutabréfahækkunina að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu. 14.1.2013 11:41
Vefur Vífilfells kominn í lag á ný Brotist var í nótt inn í tölvukerfi þjónustufyrirtækis, sem m.a. hýsir vef Vífilfells hf. Um var að ræða svokallaða tölvuhakkara, sem skildu eftir sig stutt skilaboð á tyrknesku á vefsíðu Vífilfells hf. 14.1.2013 11:06
Landsbankinn kaupir stóran hlut af Einari Sveinssyni í Nýherja Landsbankinn er komin í hóp stórra hluthafa í Nýherja en bankinn keypti stóran hlut af Einari Sveinssyni í félaginu fyrir helgina. 14.1.2013 10:19
Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar þar sem verðbólga mælist enn töluvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. 14.1.2013 09:39
Ísland fær búbót upp á 750 milljónir í Barentshafi Þorskkvóti Íslands í Barentshafi mun aukast um 3.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við fyrra ár. Miðað við algengt kílóverð á þorski, eða um 250 krónur á kíló, á fiskmörkuðum í dag er verðmæti þessa aukna kvóta rúmlega milljarður króna. 14.1.2013 08:14
Kaupþingsrannsókn kostaði 270 milljónir Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office (SFO), eyddi 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á falli Kaupþings. Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn á grundvelli upplýsingalaga og birti svörin fyrir helgi. Rannsókninni var hætt í fyrra eftir að SFO viðurkenndi röð mistaka við framkvæmd hennar og bað meðal annars einn hinna grunuðu afsökunar á framferði sínu við rannsóknina, sem var ein sú umsvifamesta sem stofnunin hafði ráðist í. 14.1.2013 07:00
Áfram hækkanir á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa flestra íslenskra hlutafélaga sem skráð eru á markað í kauphöllinni hækkaði í dag. Mesta hækkunin var á gengi bréfa Marels, eða um 2,01 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 152. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 205. 14.1.2013 00:01
20 milljóna króna fjárfesting Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fjárfestingin í Muddy Boots nemi innan við 20 milljónum íslenskra króna, en ekki hundruðum milljóna eins og fram kom á vef Telegraph. Greint var frá því í morgun að hann hafi fjárfest í kjötiðnaðarfyrirtæki sem aðallega starfar við framleiðslu á hamborgurum. 13.1.2013 14:11
Íslendingar fóru 358 þúsund sinnum til útlanda í fyrra Samtals fóru Íslendingar rúmlega 358 þúsund sinnum frá landinu í fyrra. Það er aukning um fimm prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Túristi.is. 13.1.2013 10:43
Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. "Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila,“ sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. 12.1.2013 21:30
Ísland með í samningum WTO um frelsi í fjármálaþjónustu Ísland verður í hópi 21 ríkis innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í undirbúningi að nýjum samningaviðræðum um aukið frelsi milli landa og afnám hindrana hvað varðar fjármála- og fjarskiptaþjónustu. 12.1.2013 11:58
Vextir á Íslandi með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum Vextir á Íslandi, hvort sem um skammtíma- eða langtímavexti er að ræða eru með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum heimsins. Talið er að afnám gjaldeyrishaftanna muni auka þennan vaxtamun enn frekar. 12.1.2013 09:51
Seðlabankinn fylgist með hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabú gamla Landsbankans. 11.1.2013 16:51
Reginn hækkar um ríflega fjögur prósent Fasteignafélagið Reginn hefur hækkað um 4,05 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 12,38. Gengi bréfa félagsins við skráningu á sumarmánuðum 2012 var 8,2. 11.1.2013 11:42
Telur auðlegðarskattinn fara gegn stjórnarskrá Garðar Valdimarsson hrl. segir auðlegðarskattinn, sem lagður er á hreina eign einstaklinga yfir 75 milljónum og hjóna yfir 100 milljónum, fara gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðgsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda. 11.1.2013 10:05
FME blæs á athugasemdir Stafa Fjármálaeftirlitið (FME) gefur lítið fyrir þær athugasemdir sem lífeyrissjóðurinn Stafir hefur gert við úttekt eftirlitsins á starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið segir m.a. að óvarlegt sé að fullyrða að engir fjármunir hafi tapast í tengslum við þau atriði sem eftirlitið gerði athugasemdir við. 11.1.2013 08:07
Erlendar eignir Seðlabankans 540 milljarðar Erlendar eignir Seðlabankans námu um 540 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um tæpa 13 milljarðar frá fyrri mánuði. 11.1.2013 06:38
Skattbyrðin á Íslandi undir meðaltali Evrópuríkja Ísland er í 16. sæti í samanburði á skattbyrði meðal 30 Evrópuþjóða samkvæmt nýju yfirliti Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 11.1.2013 06:25
Gengi Icelandair og Regins í hæstu hæðum Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mesta allra í kauphöll Íslands í dag, eða um 3,36 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 12,3. Félagið var skráð á markað á genginu 8,2 sl. sumar. Gengi bréfa félagsins hefur ekki verið hærra frá skráningu. 11.1.2013 00:01
VÍS búið að selja hlut sinn í Vefpressunni Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. 10.1.2013 17:49
Guðmundarsmiðja opnuð á Ísafirði Stafræn smiðja var formlega opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði í byrjun ársins. Hún hefur reyndar verið í notkun síðan í haust og aðsókn verið góð, að sögn Þrastar Jóhannssonar, kennara við skólann. 10.1.2013 17:00
Kemur til greina að stytta gildistíma kjarasamninga Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til viðræðu við Alþýðusambandið og landssambönd þess um að stytta samningstímann í gildandi kjarasamningum frá 5. maí 2011 til 31. desember 2013. 10.1.2013 16:48
Frægur markaðsmaður til Íslands Bandaríski prófessorinn Philip Kotler heldur fyrirlestur í Háskólabíói 24. apríl. 10.1.2013 13:00
Miklar hækkanir á hlutabréfum í kauphöllinni í dag Miklar hækkanir hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, en mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Icelandair Group, Haga, en það hefur hækkað um 3,28 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,1, og hefur aldrei verið hærra. 10.1.2013 12:13
Kröfðust gjaldþrotaskipta yfir DV Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV á dögunum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að þessi krafa hafi verið vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð á síðustu stundu þegar skuldin var greidd upp. Vísir hefur á undanförnum þremur vikum ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins en án árangurs. 10.1.2013 09:15
Útflutningur á ferskum þorski eykst verulega Útflutningur á ferskum þorski jókst um liðlega 30 prósent fyrstu ellefu mánuði síðasta árs samanborið við árið á undan og verðmætið var hátt í 21 milljarður samanborið við tæpa 17 milljarða árið áður. 10.1.2013 07:28
Leigumarkaðurinn minnkar og leigan hækkar Leigumarkaðurinn skrapp saman um 9% á milli ára á síðasta ári, en þá voru rúmlega 9.000 leigusamningar gerður á landinu öllu. Það fækkun um 868 samninga frá fyrra ári. 10.1.2013 06:31
Hampiðjan kaupir fyrirtæki í Danmörku Cosmos Trawl, fyrirtæki sem er alfarið í eigu Hampiðjunnar, hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Danmörku. Kaupverðið var 13 milljónir danskra króna eða tæplega 300 milljónir króna. 10.1.2013 06:26
Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.337 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.337 milljörðum kr. í lok nóvember s.l. og hafði þar með aukist um 10 milljarða kr. frá október eða um 0,4%. Þar af var eign lífeyrissjóða 230 milljarðar kr. í séreignardeildum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 10.1.2013 06:24
Ólíklegt að nauðasamningar klárist fyrir kosningar Litlar líkur eru á því að nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankana nái fram að ganga fyrir kosningar, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun. 9.1.2013 10:52
Skeljungur eina félagið sem hækkar eldsneytisverðið Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni um þrjár krónur og dísilolíu um tvær krónur lítrann. Ekkert annað olíufélag hefur hækkað eldsneytisverð. 9.1.2013 10:13
Seðlabankinn tók út 85,5 milljarða hjá AGS Seðlabankinn nær fullnýtti sér sérstök dráttarréttindi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum (AGS) á síðasta ári og tók þar út 85,5 milljarða kr. að því er segir í efnahagsreikningi bankans sem birtur er í hagtölum hans. Aðeins 1,7 milljarðar kr. standa eftir af þessum sérstöku dráttarréttindum. 9.1.2013 09:09
Gistinóttum á hótelum í nóvember fjölgaði um 48% Gistinætur á hótelum í nóvember s.l. voru 115.200 samanborið við 77.600 í nóvember árið áður. Þetta er aukning um 48% milli ára. 9.1.2013 09:05
Von á viðskiptanefnd frá Humber svæðinu til Íslands Von er á stórri viðskiptanefnd frá Humber svæðinu í Bretlandi og þá einkum frá Grimsby og Hull. 9.1.2013 07:28
Eini Ferrari bíll landsins til sölu Eini Ferrari bíll landsins er til sölu í Nýju bílahöllinni. Um er að ræða rauðan Ferrari 328 GTS og á hann að kosta tæpar 15 milljónir króna þótt hann sé orðinn 24 ára gamall. 9.1.2013 07:15
Ákvörðun Seðlabankans stöðvar ekki gengisfall krónunnar Greining Arion banka segir að ákvörðun Seðlabankans um að hætta tímabundið kaupum á gjaldeyri muni ekki á neinn hátt draga úr áframhaldandi veikingu á gengi krónunnar og þar með aukinni verðbólgu. 9.1.2013 07:12
Ný Samsung tæki koma til Íslands í apríl Samsung kynnti ný og hátæknivædd sjónvarpstæki á CES tækjasýningunni í Las Vegas sem hófst í gærkvöld. Samsung hefur tilkynnt að þessi nýju sjónvarpstæki muni bjóða upp á það besta í tækni, mynd og hljóði sem völ er á í dag. Tækin koma á markað hér á landi í apríl og verða þá kynnt í Samsung setrinu í Síðumúla. 8.1.2013 15:30
AUÐUR kaupir helming í Íslenska gámafélaginu AUÐUR I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur. 8.1.2013 14:32
Olíufélögin sýknuð af skaðabótakröfu Olíufélögin þrjú, Ker, Olíuverzlun Íslands, og Skeljungur voru í morgun sýknuð af skaðabótakröfu íslenskra ríkisins. Ríkið höfðaði mál vegna útboðs árið 1996, en þá voru gerðir samningar vegna kaupa á eldsneyti fyrir Landhelgisgæsluna og dómsmálaráðuneytið, sem keypti eldsneyti fyrir lögregluna og önnur embætti sem heyra undir ráðuneytið. 8.1.2013 13:31
Um 800 manns sóttu um störf flugliða Um átta hundruð umsóknir bárust um störf flugliða hjá WOW air en félagið auglýsti störfin í lok nóvember. Um 50-60 manns verða ráðnir í sumarstörf flugliða en WOW air verður með fjórar vélar í rekstri og mun fljúga til 14 áfangastaða víðs vegar um Evrópu. Fjórir nýir áfangastaðir hafa bæst við leiðarkerfi WOW air frá því síðasta sumar; Barcelona, Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf. Því var þörf á að ráða fleiri flugliða til starfa. Gert er ráð fyrir 450 þúsund farþegum með WOW air árið 2013, segir í tilkynningu frá félaginu. 8.1.2013 11:19
Yfir 90 samningar um fasteignir yfir áramótin í borginni Alls var 94 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin eða í vikunni frá 28. desember til og með 3. janúar. 8.1.2013 10:24
Skipakomum til Faxaflóahafna fjölgaði lítilsháttar í fyrra Lítilsháttar fjölgun varð í skipakomum til Faxaflóahafna í fyrra miðað við árið á undan. Hér er miðað við skip sem eru 100 brúttótonn eða meira. Skipakomur urði samkvæmt því 1.471 en voru árið áður 1.454 talsins. 8.1.2013 07:20
Met: Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra, sem er metfjöldi farþega frá upphafi. Aukningin frá fyrra ári var 16%, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.1.2013 06:27
Viðskipti Landsbankans veiktu krónuna Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. 7.1.2013 19:00
Jón Ásgeir segir ákæru lýsa frekju fremur en umboðssvikum Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við fréttastofu að hann sé saklaus af ákæru í Aurum-málinu og að samskipti hans og Lárusar Welding bankastjóra Glitnis hafi ekki verið óeðlileg. Þá segir hann að ef saksóknari ætli að ákæra hann fyrir frekju þá verði hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu. 7.1.2013 14:12