Viðskipti innlent

Met: Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra

Icelandair flutti rúmar 2 milljónir farþega í fyrra, sem er metfjöldi farþega frá upphafi. Aukningin frá fyrra ári var 16%, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Félagið flutti um 120 þúsund farþega í millilandaflugi í desember s.l. og voru þeir 20% fleiri en í desember árið áður. Sætanýting nam 72,7% samanborið við 74,3% í desember árið áður, en nú var sætaframboðið meira en þá.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru rúmlega 22 þúsund í desember sem er lækkun um 9% á milli ára. Sætanýting nam 66,5% og jókst um 3,6 prósentustig á milli ára.

Fraktflutningar drógust saman um 2% á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×