Viðskipti innlent

Hampiðjan kaupir fyrirtæki í Danmörku

Cosmos Trawl, fyrirtæki sem er alfarið í eigu Hampiðjunnar, hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Danmörku. Kaupverðið var 13 milljónir danskra króna eða tæplega 300 milljónir króna.

Í tilkynningu um kaupin til Kauphallarinnar segir Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar að Cosmos sé stærsta netaverkstæði Danmerkur með starfsstöðvar í Hirtshals og Skagen.

Norsötrawl er næst stærsta netaverkstæði Danmerkur en það er staðsett í Thyborön sem er ein af megin fiskihöfnum Danmerkur. Staða Cosmos sé því sterk á danska veiðarfæramarkaðnum, að sögn Jón Guðmanns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×