Viðskipti innlent

Guðmundarsmiðja opnuð á Ísafirði

Við opnun. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari og Þórir Guðmundsson, sonur þess sem smiðjan heitir eftir. Mynd/Albertína
Við opnun. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari og Þórir Guðmundsson, sonur þess sem smiðjan heitir eftir. Mynd/Albertína
Stafræn smiðja var formlega opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði í byrjun ársins. Hún hefur reyndar verið í notkun síðan í haust og aðsókn verið góð, að sögn Þrastar Jóhannssonar, kennara við skólann. Þegar hafa 50 nemendur skráð sig þar í kúrsa en smiðjan er ætluð nemendum, almenningi, frumkvöðlum, fyrirtækjum og stofnunum, undir leiðsögn sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar, kennara skólans og fleiri. Þröstur segir aðalatriðið að kynna fólki möguleika á að nýta tölvur til að teikna hluti og búa þá síðan til. „Við erum með leysiskera, vínylskera, fræsara og þrívíddarprentara og verkefnin eiga öll að enda á því að nemendur geti haldið á hlutum sem þeir hafa framleitt.“ Við opnunina var afhjúpaður minningarskjöldur um Guðmund Þór Kristjánsson, vélstjórnarkennara og frumkvöðul að stofnun FabLab-smiðju á Ísafirði sem lést um aldur fram árið 2010. Smiðjan er nefnd eftir honum, Guðmundarsmiðja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×