Viðskipti innlent

Kemur til greina að stytta gildistíma kjarasamninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilmundur Jósefsson er formaður stjórnar SA.
Vilmundur Jósefsson er formaður stjórnar SA.
Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til viðræðu við Alþýðusambandið og landssambönd þess um að stytta samningstímann í gildandi kjarasamningum frá 5. maí 2011 til 31. desember 2013.

SA telur í því samhengi nauðsynlegt að samningsaðilar hefji nú þegar vinnu vegna næstu kjarasamninga sem þarf að felast í mótun á sameiginlegri sýn á getu atvinnulífsins og samfélagsins til launahækkana og aukins kaupmáttar á næstu árum. Ennfremur þurfi að hefja sameiginlega stefnumörkun til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins og efnahagslegan stöðugleika sem eru forsendur framfara og bættra lífskjara.

Samtök atvinnulífsins segja að meginforsenda kjarasamninganna um kaupmátt launa hafi staðist. Aðrar forsendur hafi brostið gagnvart báðum samningsaðilum.  Gengi krónunnar sé mun lægra og verðbólga meiri en miðað hafi verið við. Fjárfestingar í atvinnulífinu hafi ekki aukist eins og að var stefnt og erlent fjármagn því ekki streymt til landsins sem hefði stuðlað að hærra gengi og minni verðbólgu. Ekki hafi verið staðið við lækkun tryggingagjalds til samræmis við minni kostnað af atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×