Viðskipti innlent

Ólíklegt að nauðasamningar klárist fyrir kosningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd.
Guðlaugur Þór Þórðarson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd.
Litlar líkur eru á því að nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankana nái fram að ganga fyrir kosningar, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun.

„Maður er rólegri eftir þetta," segir Guðlaugur Þór en Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri mætti fyrir nefndina í morgun og fundað verður áfram frameftir degi.

„Eftir yfirferð nefndarinnar og upplýsingar sem okkur hafa borist eru litlar líkur á því að þetta gerist fyrir kosningar," segir Guðlaugur Þór, en upphaflega stóð til að samningarnir gengu í gegn núna um áramót. Aðspurður segir Guðlaugur ekkert fyrirséð hvenær þetta muni gerast.

Þá segir Guðlaugur að sér virðist sem mikill vilji sé til þess að lögum verði breytt þannig að aðkoma þingsins verði tryggð þegar verið er að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á stóra gjaldeyrisáhættu hjá þjóðinni, líkt og í þessu tilfelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×