Viðskipti innlent

Miklar hækkanir á hlutabréfum í kauphöllinni í dag

Magnús Halldórsson skrifar
Gengi bréfa Icelandair hefur hækkað um 3,28 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 9,1.
Gengi bréfa Icelandair hefur hækkað um 3,28 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 9,1.
Miklar hækkanir hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, en mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Icelandair Group, Haga, en það hefur hækkað um 3,28 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,1, og hefur aldrei verið hærra.

Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hefur hækkað um 3,1 prósent í morgun, og er gengi bréfa félagsins nú 11,96. Skráningargengi félagsins, þegar það var skrá á markað í fyrra, var 8,25.

Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 3,24 prósent, og er gengi bréfa félagsins nú 25,5. Við skráningu á markað, í upphafi síðasta árs, var gengi bréfa félagsins 13,5, og nemur hækkunin á gengi bréfanna því tæplega 100 prósentum frá skráningu.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um ganga mála í kauphöllinni hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×