Viðskipti innlent

Olíufélögin sýknuð af skaðabótakröfu

JHH skrifar
Olíufélögin þrjú, Ker, Olíuverzlun Íslands, og Skeljungur voru í morgun sýknuð af skaðabótakröfu íslenska ríkisins. Ríkið höfðaði mál vegna útboðs árið 1996, en þá voru gerðir samningar vegna kaupa á eldsneyti fyrir Landhelgisgæsluna og dómsmálaráðuneytið, sem keypti eldsneyti fyrir lögregluna og önnur embætti sem heyra undir ráðuneytið. Fáeinum árum síðar voru olíufélögin fundin sek um verðsamráð og þá höfðuðu fjölmörg fyrirtæki og opinberar stofnanir mál.

Olíufélögin þrjú voru sýknuð af skaðabótakröfu íslenska ríkisins, annars vegar vegna þess að málið væri fyrnt en líka vegna þess að ekki hefði verið sýnt fram á orsakatengsl milli hins ólöglega samráðs og þess tjóns sem ríkið taldi sig hafa orðið fyrir af því.

Í öðru máli sem ríkið höfðaði gegn Olíuverslun Íslands og Skeljungi var skaðabóta krafist vegna ólöglegs samráðs á sölu White Spirit til Vegagerðarinnar en efnið var notað til íblöndunar í asfalt á árunum 1995-2001. Dómari komst að því að málið væri fyrnt og voru Olíz og Skeljungur því sýknuð af kröfunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×