Viðskipti innlent

Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar

Seðlabankinn hefur áhyggjur af lágu gengi krónunnar þar sem verðbólga mælist enn töluvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans.

Þetta kemur fram í viðtali við Már Guðmundsson seðlabankastjóra á Bloomberg fréttaveitunni. Már segir að það sé ekki þægileg staða að gengi krónunnar sé jafnveikt og raun ber vitni þar sem verðbólga sé mikil og endurskoðun á kjarasamningum framundan.

Krónan hefur fallið um 16% gagnvart evrunni frá því í ágúst á síðasta ári og hefur ekki verið veikari undanfarin tæp þrjú ár.

Már segir að Seðlabankinn sé meðvitaður um af hverju gengi krónunnar er veikt þessa stundina. Þar sé um að ræða innlenda aðila sem eru að borga af erlendum lánum. Þessi erlendu lán sé ekki hægt að endurfjármagna á alþjóðlegum mörkuðum.

Már segir að hægt sé að lagfæra þessa stöðu með því að aðstoða fyrrgreinda aðila, og bankana almennt, við að komast inn á alþjóðlega lánamarkaðinn að nýju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.