Viðskipti innlent

Eini Ferrari bíll landsins til sölu

Eini Ferrari bíll landsins er til sölu í Nýju bílahöllinni. Um er að ræða rauðan Ferrari 328 GTS og á hann að kosta tæpar 15 milljónir króna þótt hann sé orðinn 24 ára gamall.

Þrátt fyrir háan aldur er hann ekinn aðeins 34 þúsund kílómetra. Greint er frá þessu á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að bíll þessi kom til landsins fyrir 13 árum og hefur verið í eigu sama einstaklings síðan þá. Bíllinn er á númerum og hefur skoðun út þetta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×