Viðskipti innlent

Ný Samsung tæki koma til Íslands í apríl

Samsung kynnti ný og hátæknivædd sjónvarpstæki á CES tækjasýningunni í Las Vegas sem hófst í gærkvöld. Samsung hefur tilkynnt að þessi nýju sjónvarpstæki muni bjóða upp á það besta í tækni, mynd og hljóði sem völ er á í dag. Tækin koma á markað hér á landi í apríl og verða þá kynnt í Samsung setrinu í Síðumúla.

Þar ber fyrst að nefna hið hátæknivædda 55 tommu OLED TV F9500 sjónvarpstæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og líklega það fullkomnasta sem fram hefur komið. Tækið er með hinni nýju og byltingarkenndu Multi-View tækni frá Samsung sem þýðir að tveir aðilar geta horft á mismunandi sjónvarpsefni á sama skjánum með því að nota sitt hvor stjórntækin og 3D gleraugu sem fylgja tækinu. 3D gleraugun eru með innbyggðum hátölurum sem tryggja viðkomandi fullkomið hljóð auk myndar frá því sjónvarpsefni sem horft er á.

Einnig var kynnt 85 tommu Samsung S9 Ultra HD sem er stærsta sjónvarpstæki fyrir heimili sem völ er á. Tækið er með 4K upplausn sem er næstum helmingi meiri upplausn en í nýjustu tækjum sem eru á markaðnum í dag. Tækið er einnig með hinni svokölluðu Precision Pro Black tækni frá Samsung sem eykur myndgæði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×