Viðskipti innlent

Kröfðust gjaldþrotaskipta yfir DV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Feðgarnir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV, og Reynir Traustason ritstjóri blaðsins.
Feðgarnir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV, og Reynir Traustason ritstjóri blaðsins.
Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV á dögunum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að þessi krafa hafi verið vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð á síðustu stundu þegar skuldin var greidd upp. Vísir hefur á undanförnum þremur vikum ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins en án árangurs.

DV skuldar tollstjóra umtalsverðar upphæðir og iðgjöld í Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Fram kemur í Viðskiptablaðinu að samþykkt var í stjórn útgáfufélags DV í gær að auka hlutafé félagsins um 40 milljónir til að greiða niður skuldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×