Viðskipti innlent

Ísland með í samningum WTO um frelsi í fjármálaþjónustu

Ísland verður í hópi 21 ríkis innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í undirbúningi að nýjum samningaviðræðum um aukið frelsi milli landa og afnám hindrana hvað varðar fjármála- og fjarskiptaþjónustu.

Bloomberg fréttaveitan fjallar um þetta mál en þar segir að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni tilkynna bandaríska þinginu eftir helgina að Bandaríkin muni taka þátt í þessum samningaviðræðum.

Í frétt Bloomberg kemur fram að ýmis þjónusta sé sístækkandi þáttur í alþjóðlegum viðskiptum og hafa veltan í þeim árið 2011 numið 8.000 milljörðum dollara. Þau ríki sem ákveðið hafa að taka þátt í þessum samningaviðræðum stóðu undir um 70% af fyrrgreindri veltu.

Auk Íslands og Bandaríkjanna munu ríki á borð við Ástralíu, Kanada, Japan, Noreg, Sviss, Mexíkó og Suður Kóreu taka þátt í samningaviðræðunum.

Þessir samningar munu ekki ná til annarra ríkja en þeirra sem taka þátt í þeim. Ríki á borð við Kína, Brasilíu og Indland hafa sagt að þau verði ekki með í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×