Viðskipti innlent

Útflutningur á ferskum þorski eykst verulega

Útflutningur á ferskum þorski jókst um liðlega 30 prósent fyrstu ellefu mánuði síðasta árs samanborið við árið á undan og verðmætið var hátt í 21 milljarður samanborið við tæpa 17 milljarða árið áður.

Skýring á þessum stóraukna útflutningi á ferskum þorski er einkum sú að sjávarútvegsfryritæki eru með þessu móti að bregðast við sölutregðu á saltfiski.

Mest er flutt til Frakklands, Bretland er í örðu sæti, þá Belgía og Bandaríkin í fjórða sæti, en yfir 90 prósent af þessum útflutningi fer á þessa fjóra markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×