Seðlabankinn fylgist með hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2013 16:51 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabús gamla Landsbankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra banka. „En almennt má segja að bankarnir eru með ákveðnar skyldur sem viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði og þeir verða að leggja sig fram um að uppfylla þessar skyldur og þeir verða að passa sig á því að þær skyldur séu ekki að blandast saman við hagsmuni sem kunna að liggja annarsstaðar í starfsemi bankanna. Hvort svo hafi verið í þessu tilfelli skal ég ekkert fjölyrða um. Við fylgjumst alltaf með því og kannski skoðum við betur hvort það hafi verið eitthvað á einhverju gráu svæði og þá munum við hnippa í viðkomandi," segir Már í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann þó að það sé alls ekki svo að bankarnir í heild hagnist á veikingu krónunnar. „Það er líka þannig að ef sú veiking gengur of langt að þá eru þeir að grafa undan sjálfum sér, því þá eru þeir að auka verðbólgu og grafa undan eigin lántakendum," segir hann. Már segir að Seðlabankinn fylgist stöðugt með gjaldeyrismarkaðnum. „Við erum alltaf að tala við bankana. Okkar gjaldeyrisviðskiptaborð er í daglegum samskiptum við bankana og reyna að skilja það hvað er í gangi. Og ef að því finnst eitthvað óeðlilegt á seyði þá annað hvort lætur það mig vita eða talar í minni málum beint við viðkomandi," segir Már. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabús gamla Landsbankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra banka. „En almennt má segja að bankarnir eru með ákveðnar skyldur sem viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði og þeir verða að leggja sig fram um að uppfylla þessar skyldur og þeir verða að passa sig á því að þær skyldur séu ekki að blandast saman við hagsmuni sem kunna að liggja annarsstaðar í starfsemi bankanna. Hvort svo hafi verið í þessu tilfelli skal ég ekkert fjölyrða um. Við fylgjumst alltaf með því og kannski skoðum við betur hvort það hafi verið eitthvað á einhverju gráu svæði og þá munum við hnippa í viðkomandi," segir Már í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann þó að það sé alls ekki svo að bankarnir í heild hagnist á veikingu krónunnar. „Það er líka þannig að ef sú veiking gengur of langt að þá eru þeir að grafa undan sjálfum sér, því þá eru þeir að auka verðbólgu og grafa undan eigin lántakendum," segir hann. Már segir að Seðlabankinn fylgist stöðugt með gjaldeyrismarkaðnum. „Við erum alltaf að tala við bankana. Okkar gjaldeyrisviðskiptaborð er í daglegum samskiptum við bankana og reyna að skilja það hvað er í gangi. Og ef að því finnst eitthvað óeðlilegt á seyði þá annað hvort lætur það mig vita eða talar í minni málum beint við viðkomandi," segir Már.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira