Vextir á Íslandi með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum 12. janúar 2013 09:51 Vextir á Íslandi, hvort sem um skammtíma- eða langtímavexti er að ræða eru með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum heimsins. Talið er að afnám gjaldeyrishaftanna muni auka þennan vaxtamun enn frekar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki einungis skammtímavextir séu háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Langtímavextir eru hér einnig með því hæsta sem gerist í þróuðum hagkerfum, og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Sé tekið dæmi af 10 ára vöxtum ríkistryggðra bréfa eru slíkir vextir nú 6,8% á Íslandi. Í Bandaríkjunum eru þeir 1,9%, í Bretlandi 2,1%, í Þýskalandi 1,6% og á bilinu 1,6 til 2,3% á hinum Norðurlöndunum. Á Írlandi, sem hefur líkt og Ísland glímt við eftirköst bankakreppu og stórauknar ríkisskuldir, eru svo þessir vextir 4,3%. Nafnvaxtamunur við helstu viðskiptalönd er á bilinu 4,5% - 5,2%. Er þá Japan undanskilið, þar sem vextir eru afar lágir líkt og fyrri daginn og vaxtamunurinn því enn meiri. „Flestir ganga út frá því að vextir á Íslandi muni hækka við afnám gjaldeyrishaftanna, og margt bendir til þess að höftin þrýsti niður langtímavöxtum á markaði þessa dagana vegna þess hversu þau takmarka fjárfestingakosti innlendra fjármagnseigenda," segir í Morgunkorninu. „Það er hins vegar umhugsunarvert hversu langtíma vaxtamunur er þó mikill gagnvart útlöndum við þessar kringumstæður. Eru því takmörk sett hversu mikill sá vaxtamunur getur orðið til lengri tíma litið, a.m.k. ef fjármagnsflutningar verða að mestu frjálsir í framtíðinni og hagkerfið vex ekki til muna hraðar en gengur og gerist annars staðar." Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vextir á Íslandi, hvort sem um skammtíma- eða langtímavexti er að ræða eru með þeim hæstu í þróuðum hagkerfum heimsins. Talið er að afnám gjaldeyrishaftanna muni auka þennan vaxtamun enn frekar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki einungis skammtímavextir séu háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Langtímavextir eru hér einnig með því hæsta sem gerist í þróuðum hagkerfum, og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Sé tekið dæmi af 10 ára vöxtum ríkistryggðra bréfa eru slíkir vextir nú 6,8% á Íslandi. Í Bandaríkjunum eru þeir 1,9%, í Bretlandi 2,1%, í Þýskalandi 1,6% og á bilinu 1,6 til 2,3% á hinum Norðurlöndunum. Á Írlandi, sem hefur líkt og Ísland glímt við eftirköst bankakreppu og stórauknar ríkisskuldir, eru svo þessir vextir 4,3%. Nafnvaxtamunur við helstu viðskiptalönd er á bilinu 4,5% - 5,2%. Er þá Japan undanskilið, þar sem vextir eru afar lágir líkt og fyrri daginn og vaxtamunurinn því enn meiri. „Flestir ganga út frá því að vextir á Íslandi muni hækka við afnám gjaldeyrishaftanna, og margt bendir til þess að höftin þrýsti niður langtímavöxtum á markaði þessa dagana vegna þess hversu þau takmarka fjárfestingakosti innlendra fjármagnseigenda," segir í Morgunkorninu. „Það er hins vegar umhugsunarvert hversu langtíma vaxtamunur er þó mikill gagnvart útlöndum við þessar kringumstæður. Eru því takmörk sett hversu mikill sá vaxtamunur getur orðið til lengri tíma litið, a.m.k. ef fjármagnsflutningar verða að mestu frjálsir í framtíðinni og hagkerfið vex ekki til muna hraðar en gengur og gerist annars staðar."
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira