Fleiri fréttir

Tekur hálfan dag að reikna eitt gengistryggt lán

Endurútreikningur gengistryggðra lána hefur tekið lengri tíma en bankarnir gerðu upphaflega ráð fyrir. Dæmi eru um að það hafi tekið starfsfólk hálfan daginn að reikna eitt lán.

Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann?

Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan.

Fréttaskýring: Hætta á ferðum vegna skulda Landsbankans

Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hlé verði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri á markaði, fyrst hálfa milljón evra og frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar um það bil hálfum milljarði króna í viku hverri.

66 fyrirtæki urðu gjaldþrota

Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Þetta eru næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins.

32 prósenta fækkun gjaldþrota

Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru 1.605 einkahlutafélög nýskráð en fjöldi gjaldþrota nam 977. Fram kemur á vef Hagstofu Íslands að frá fyrra ári hafi nýskráningum fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs fjölgað um tæplega þrjú prósent, en gjaldþrotum fækkað um rúmlega 32 prósent.

Landsbankinn seldi 25% í Bláa Lóninu án auglýsingar

Eignarhlutur Landsbankans í Bláa Lóninu hf. var seldur án auglýsingar en SpKef sem rann inn í bankann, leysti til sín fjórðungshlut í fyrirtækinu eftir hrun. Félagið sjálft keypti þennan hlut til baka. Þá voru stofnendur Bláa Lónsins með ólögmæt gengislán og fengu hálfan milljarð leiðréttan vegna þeirra hjá Landsbankanum.

Seðlabankinn gerir hlé á inngripum á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn telur að gengislækkun krónunnar á síðustu vikum ársins hafi verið óæskilega mikil, sérstaklega í ljósi þess að hún tengdist að verulegu leyti tímabundnum þáttum vegna áramótastöðu fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur uppgreiðsla erlendra skulda einkaaðila veikt krónuna á undanförnum mánuðum.

Olíuævintýrið formlega hafið

Orkustofnun gefur út sín fyrstu tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í dag. Það eru fyrirtækin Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi og Íslensk Kolvetni ehf. og Petero sem hljóta leyfin annars vegar. Hins vegar er það Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf., og Petoro sem hlýtur leyfi.

Icelandair kaupir tvær Boeing 757-200 vélar

Vegna aukningar í millilandaflugi mun Icelandair vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar í fyrrasumar. Gengið hefur verið frá kaupum á tveimur Boeing 757-200 vélum sem munu bætast við flota félagsins á næstu mánuðum.

Vöruskiptin hagstæð um 75,7 milljarða

Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 75,7 milljarða fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir 581,3 milljarða króna en inn fyrir 505,7 milljarða króna.

Heimsaflinn var tæpar 90 milljónir tonna

Heimsafli var 89,5 milljónir tonna árið 2010 og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu á undan, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar verulega

Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði s.l., flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Þetta er næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins.

Unnið að afnámi hafta á heimili og rekstrarfyrirtæki

Þverpólitísk nefnd vinnur að leiðum til að afmarka gjaldeyrishöft. Vilji til að koma á frjálsum fjármagnsflutningum fyrir heimili og fyrirtæki sem fyrst. FrumUnnið er að leiðum til að losa heimili og rekstrarfyrirtæki undan gjaldeyrishöftum og láta þau fyrst og fremst hvíla á fjármálaviðskiptum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. varp sem gerir höftin ótímabundin lagt fram á næstunni.

Áhyggjur af skuldastöðu ríkisins minnka

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað um 20% á síðustu þremur mánuðum. Raunar hefur álagið lækkað jafnt og þétt frá miðju síðasta ári, mælist nú 182 punktar en var 312 punktar í byrjun júní.

Segjast vissir um viðsnúning á árinu 2013

Írland mun leggja höfuðáherslu á að vinna að efnahagslegum stöðugleika og gegn atvinnuleysi ungs fólks á meðan ríkið fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Írar tóku við um áramót og leiða starfið út júnímánuð.

Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman

Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman.

Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra

Níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun á nýliðnu ári. Í þessum hópuppsögnum var 293 manns sagt upp. Flestir, eða 107, misstu vinnuna í samgöngum og flutningum. Um 84% hópuppsagna á nýliðnu ári voru á höfuðborgarsvæðinu, 4% á Norðurlandi vestra og 12% á Norðurlandi eystra.

Nýja Solla stirða frumsýnd - Framleiðslu á þriðju þáttaröð að ljúka

Verið er að ljúka við framleiðslu á þriðju seríu Latabæjar. Að sögn Einars Karls Birgissonar, svæðisstjóra Latabæjar á Íslandi, er eftirvinnsla í fullum gangi og fyrstu þættirnir hafa nú þegar verið sendir í talsetningu erlendis en samtals eru þættirnir talsettir á 30 tungumálum. Búist er við að síðustu þættirnir í þriðju seríu verði kláraðir í lok janúar og verða sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim næsta vor. Hér á Íslandi verður þátturinn sýndur á Stöð 2.

Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot.

Seðlabankinn greip inn í viðskipti á Gamlársdag

Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu.

Kortið straujað 7% meira en síðustu jól

Í desember varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 7 % ef miðað er við sama tímabil í fyrra samkvæmt Valitor sem birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Arion banki orðinn stór hluthafi í Högum

Arion banki hefur yfirtekið allan eignarhlut dótturfélags síns Eignabjargs ehf. í Högum eða sem samsvarar 4,33% eignarhaldi. Fyrir yfirtökuna fór bankinn beint með 1,27% atkvæðisréttar í Högum en eftir yfirtökuna fer bankinn beint með 5,60% atkvæðisréttar.

Skuldir aukast um ellefu milljarða í ár

Stjórnvöld munu auka skuldir ríkissjóðs um ellefu milljarða króna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirliti um lántökur ríkissjóðs á næsta ári sem birt hefur verið á vefsíðu Kauphallarinnar og ábendingum frá fjármálaráðuneytinu.

Skuldabréfamarkaðurinn margfalt stærri en hlutabréfamarkaðurinn

Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands á nýliðnu ári námu 2.324 milljörðum sem samsvarar 9,3 milljarða veltu á dag, samanborið við 10,3 milljarða veltu á dag árið á undan. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.641 milljarði en viðskipti með íbúðarbréf námu 627 milljörðum.

Sjá næstu 50 fréttir