Viðskipti innlent

Skeljungur eina félagið sem hækkar eldsneytisverðið

Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni um þrjár krónur og dísilolíu um tvær krónur lítrann. Ekkert annað olíufélag hefur hækkað eldsneytisverð.

Á vefsíðunni gsmbensín sést að bensínlítrinn kostar 251,90 krónur hjá Skeljungi en 246,40 krónur hjá Orkunni sem er með lægsta verðið. Munar þarna 5,5 krónum á lítranum en sömu eigendur eru að Skeljungi og Orkunni. Verðmunur á dísellítranum er 2,4 kr. hjá þessum bensínstöðvum.

Hækkun Skeljungs er athyglisverð í ljósi þess að verðið á tunnunni af Brentolíunni er álíka nú og það var í byrjun desember s.l. Verðið hríðlækkaði í desember fram að miðjum mánuðinum áður en það tók að hækka aftur fram að áramótum og það sem af er janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×