Viðskipti innlent

Skattbyrðin á Íslandi undir meðaltali Evrópuríkja

Ísland er í 16. sæti í samanburði á skattbyrði meðal 30 Evrópuþjóða samkvæmt nýju yfirliti Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Í samanburðinum er tekið mið af tekjuskatti, virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum og litið til þess hve hátt hlutfall vergrar landsframleiðslu ríkið tekur til sín í formi skatta.

Íslenska ríkið tekur til sín 35,9% landsframleiðslunnar í formi skatta, eða álika og í Portúgal og á Kýpur. Hlutfallið er töluvert lægra en nemur meðaltalinu í Evrópu sem er rúmlega 40%.

Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að skattahlutfalli á Íslandi er það lægsta á Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×