Viðskipti innlent

AUÐUR kaupir helming í Íslenska gámafélaginu

Íslenska gámafélagið.
Íslenska gámafélagið.
AUÐUR I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur.

Íslenska gámafélagið starfar á sviði sorphirðu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og veitir tengda þjónustu s.s. ráðgjöf, heildsölu, endurvinnslu og útflutning á endurunnu sorpi. Meðal annarrar starfsemi er leiga á tækjum, metanbreytingar og fjölbreytt þjónusta við fyrirtæki og sveitarfélög.

Íslenska gámafélagið hefur hlotið Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins og hefur fengið viðurkenningu VR síðustu þrjú ár, þar af sem fyrirtæki ársins tvö ár í röð. Starfsmenn eru alls 240 og fyrirtækið er með starfsstöðvar á 13 stöðum um allt land. Forstjóri er Jón Þ. Frantzson stofnandi félagsins.

Auður I er fagfjárfestasjóður sem fjárfestir í hlutabréfum óskráðra fyrirtækja. Rúmlega 20 fagfjárfestar koma að sjóðnum, þar á meðal flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Sjóðurinn á hlut í 8 félögum, þ.á.m. Ölgerðinni, Já og Securitas. Auði I er stýrt af Auði Capital sem er verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi frá FME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×