Viðskipti innlent

Yfir 90 samningar um fasteignir yfir áramótin í borginni

Alls var 94 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin eða í vikunni frá 28. desember til og með 3. janúar.

Þar af voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að heildarveltan var 3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 32 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×