Viðskipti innlent

Von á viðskiptanefnd frá Humber svæðinu til Íslands

Von er á stórri viðskiptanefnd frá Humber svæðinu í Bretlandi og þá einkum frá Grimsby og Hull.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Fishupdate og þar segir að ekki verði eingöngu um að ræða fólk úr fiskvinnslugeiranum í nefndinni heldur einnig fólk sem hefur áhuga á viðskiptum við Íslendinga með önnur matvæli en fisk og drykkjarvörur.

Fram kemur á vefsíðunni að ráðamenn á Humber svæðinu hafi töluverðar áhyggjur af makríldeilunni enda byggja þúsundir starfa á svæðinu á innfluttum fiski frá Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×