Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2013 21:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. „Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila," sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. „Það eru tiltölulega nýkomnar beiðnir frá þessum tveimur slitastjórnum vegna nauðasamninga," segir Már. Hann leggur áherslu á að það sé tvennt sem skipti máli fyrir tímasetningu á samþykkt nauðasamningana. Ekki hafi enn fengist öll gögn sem tengist málinu, en starfshópar séu í gangi til að fara yfir gögn sem séu þegar komin. „Við erum ekki komin á þann punkt að við séum með mál sem við þurfum að taka afstöðu til. Og þetta eru stór og flókin mál þannig að það er eðlilegt að þetta taki einhvern tíma," segir Már. „Síðan númer tvö, þá stendur það sem ég hef áður sagt, að það verða engir nauðasamningar samþykktir nema tryggt sé að þeir samrýmist fjármálalegum stöðugleika og stöðugleika á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Þar er fyrst og fremst um að ræða mál sem tengjast krónugreiðslum úr búunum til erlendra kröfuhafa. Þar er um að ræða eign gömlu bankanna, í nýju bönkunum, sem er skráð i íslenskum krónum. Og þar er um að ræða í einhverjum mæli gjaldeyriskröfu þrotabúa á innlenda aðila, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem innlendir aðilar eru ekki með gjaldeyristekjur. Og við höfum sagt slitastjórnunum og fulltrúum kröfuhafa sem við höfum hitt að það verða ekki samþykktir neinir nauðasamningar nema það sé hluti af einverri pakkalausn þar sem er tekið á þessum þáttum með nægjanlega góðum hætti út frá sjónarhóli Íslands," segir hann. Aðspurður segir hann kröfuhafa ekki gera efnislegar athugasemdir við þessi sjónarmið og ekki reyna að beita þrýstingi á að nauðasamningarnir gangi sem hraðast fyrir sig. „Þeir vita það að það þýðir ekki neitt. Þannig bara standa málin," segir hann. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. „Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila," sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. „Það eru tiltölulega nýkomnar beiðnir frá þessum tveimur slitastjórnum vegna nauðasamninga," segir Már. Hann leggur áherslu á að það sé tvennt sem skipti máli fyrir tímasetningu á samþykkt nauðasamningana. Ekki hafi enn fengist öll gögn sem tengist málinu, en starfshópar séu í gangi til að fara yfir gögn sem séu þegar komin. „Við erum ekki komin á þann punkt að við séum með mál sem við þurfum að taka afstöðu til. Og þetta eru stór og flókin mál þannig að það er eðlilegt að þetta taki einhvern tíma," segir Már. „Síðan númer tvö, þá stendur það sem ég hef áður sagt, að það verða engir nauðasamningar samþykktir nema tryggt sé að þeir samrýmist fjármálalegum stöðugleika og stöðugleika á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Þar er fyrst og fremst um að ræða mál sem tengjast krónugreiðslum úr búunum til erlendra kröfuhafa. Þar er um að ræða eign gömlu bankanna, í nýju bönkunum, sem er skráð i íslenskum krónum. Og þar er um að ræða í einhverjum mæli gjaldeyriskröfu þrotabúa á innlenda aðila, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem innlendir aðilar eru ekki með gjaldeyristekjur. Og við höfum sagt slitastjórnunum og fulltrúum kröfuhafa sem við höfum hitt að það verða ekki samþykktir neinir nauðasamningar nema það sé hluti af einverri pakkalausn þar sem er tekið á þessum þáttum með nægjanlega góðum hætti út frá sjónarhóli Íslands," segir hann. Aðspurður segir hann kröfuhafa ekki gera efnislegar athugasemdir við þessi sjónarmið og ekki reyna að beita þrýstingi á að nauðasamningarnir gangi sem hraðast fyrir sig. „Þeir vita það að það þýðir ekki neitt. Þannig bara standa málin," segir hann.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira