Viðskipti innlent

Seðlabankinn tók út 85,5 milljarða hjá AGS

Seðlabankinn nær fullnýtti sér sérstök dráttarréttindi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum (AGS) á síðasta ári og tók þar út 85,5 milljarða kr. að því er segir í efnahagsreikningi bankans sem birtur er í hagtölum hans. Aðeins 1,7 milljarðar kr. standa eftir af þessum sérstöku dráttarréttindum.

Af öðrum stórum hreyfingu á reikningum á síðasta ári má nefna að erlendar innistæður minnkuðu um tæplega 560 milljarða króna. Hér er að mestu um úttektir þrotabúa gömlu bankanna á árinu. Þessar innistæður voru mældar í heildargjaldeyrisforða landsins en hann minnkaði um rúmlega 500 milljarða kr. á árinu.

Þá jókst virði gullforðans um 1,5 milljarða og stendur hann í tæpum 13,8 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×