Viðskipti innlent

Fimmföld velta á hlutabréfamarkaði.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands. Meðalvelta á hlutabréfamarkaði í dag er fimmföld miðað við það sem hún var allt árið í fyrra.
Kauphöll Íslands. Meðalvelta á hlutabréfamarkaði í dag er fimmföld miðað við það sem hún var allt árið í fyrra. Mynd/ GVA.

Velta á hlutabréfamarkaði núna í ársbyrjun er fimmföld miðað við meðalveltu á dag allt árið í fyrra. Þá hefur töluverð hækkun orðið á úrvalsvísitölunni. Greining Íslandsbanka gerir hlutabréfahækkunina að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu.

Þar segir að Úrvalsvísitalan OMXI6 hefur hækkað um 7,3% það sem af er árinu en til samanburðar hækkaði hún um rúmlega 16% allt árið í fyrra. Þá hefur veltan numið að meðaltali rétt rúmlega 1,5 milljörðum króna á dag en allt árið í fyrra var veltan að meðaltali um 352 milljónir króna á degi hverjum. Frá því að viðskipti hófust á þessu ári hefur veltan á hlutbréfamarkaði verið samtals um 12,5 milljarðar króna. en allt árið í fyrra var veltan 88 ma.kr. samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni sem Greining Íslandsbanka vísar í

Icelandair hefur hækkað mest það sem af er árinu eða um tæplega 14%. Félagið tilkynnti í síðustu viku um kaup á tveimur notuðum Boeing 757-200 farþegaflugvélum og munu þær bætast í flota félagsins í vor. Icelandair mun þannig vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar sumarið 2012. Þá komu upplýsingar um fjölda farþega og sætanýtingu hjá félaginu núna í upphafi árs fyrir í desember síðastliðinn sem sýndu áframhaldandi mikinn vöxt ferðamanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.