Viðskipti innlent

Ísland fær búbót upp á 750 milljónir í Barentshafi

Þorskkvóti Íslands í Barentshafi mun aukast um 3.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við fyrra ár. Miðað við algengt kílóverð á þorski, eða um 250 krónur á kíló, á fiskmörkuðum í dag er verðmæti þessa aukna kvóta rúmlega 750 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fiskistofu. Þar segir að Íslendingar megi veiða rúmlega 12.000 tonn í ár en þorskkvótinn nam rúmlega 9.000 tonn á síðasta fiskveiðiári.

Aukningin á þorskvóta Íslands er í samræmi við mikla aukningu á þorskkvótanum almennt í Barentshafi á þessu ár.

Af fyrrgreindum 12.000 tonnum mega íslensk skip veiða 7.500 tonn í norskri lögsögu og 4.700 tonn í rússnesku lögsögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×