Fleiri fréttir

Mjög dregur úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði

Mjög hefur dregið úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði í kreppunni. Í júní síðastliðnum var 68 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu öllu. Í sama mánuði árið 2006,þegar viðskiptin voru hvað mest á þessum markaði í aðdraganda þenslunnar sem endaði með bankahruninu, var 311 skjölum þinglýst.

Sendinefnd AGS mælir með þriðju endurskoðuninni

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hún muni mæla með því að stjórn sjóðsins afgreiði og samþykki þriðju endurskoðunin á áætlun sjóðsins fyrir Ísland í september n.k.

Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum

Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans.

Segja stefnuna tilefnislausa

PricewaterhouseCoopers hf. krefst frávísunar á máli slitastjórnar, skilanefndar og fulltrúa Glitnis gegn fyrirtækinu sem höfðað er fyrir dómstóli í New York. Í yfirlýsingu sem Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PricewaterhouseCoopers, sendi frá sér í kvöld segist hann telja að stefnan sé tilefnislaus og ekki á rökum reist.

Um 4,7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,4 ma. viðskiptum.

Nýir eigendur og forstjóri hjá Tali

Nýir eigendur tóku í dag við rekstri Tals. Ingvar Garðarson var ráðinn forstjóri félagsins. Kjartan Örn Ólafsson hefur keypt 5% hlut í Tali sem er annars í eigu Auðar I fagfjárfestasjóðs.

Skuldir Samsonar og Björgólfs eldri einnig gerðar upp

Skuld Björgólfsfeðga við Arion banka upp á sex milljarða króna er hluti af heildarskuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators. Einnig 11 milljarða króna skuld vegna viðskipta föður hans og skuldir Samsonar eignarhaldsfélags.

Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda dráttarvöxtum óbreyttum í 15% í ágúst. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um vaxtabreytingar. Vextir af verðtryggðum lánum verða einnig óbreyttir áfram í 4,8%.

Greining MP Banka spáir verðhjöðnun

Greining MP Banka spáir verðhjöðnun í þessum mánuði en greiningin reiknar með að vísitala neysluverðs mælist 0,3% lægri í júlí en í júní. Ef það reynist rétt lækkar ársverðbólgan úr 5,7% í 5,2%.

Segir engar skuldir verða afskrifaðar

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar.

Jón Ásgeir er vinur systur sinnar

Það er ekki nein deila milli systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur, eftir því sem Jón fullyrðir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum.

Kaupmáttur eykst í fyrsta sinn frá hruni

Hagstofan birtir í dag tölur yfir þróun launa og kaupmáttar fyrir júnímánuð. Tölurnar marka tímamót, því kaupmáttur yfir tólf mánaða tímabil er nú að aukast í fyrsta sinn frá því talsvert fyrir hrun.

Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð

Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn.

Litlar breytingar á GAMMA

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum.

Yfir 90% sætanýting hjá Iceland Express til New York

Iceland Express hefur ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring. Fram til 1. nóvember verður flogið fjórum sinnum í viku mánudaga til fimmtudaga, en frá nóvemberbyrjun verður flogið þrisvar í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Atvinnuleysi ungs fólks mældist 21% á öðrum ársfjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 8% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2009 til annars ársfjórðungs 2010 fækkaði atvinnulausum um 500 manns.

Afar góð sala á nautakjöti í sumar

Sala á nautakjöti í liðnum mánuði var afar góð og varð veruleg aukning á sölunni frá fyrra ári, þ.e. miðað við júní í fyrra, eða um 7,8%.

Bankarnir fá ókeypis ríkisábyrgð

Bankarnir greiða ekkert fyrir ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum. Yrði slíkt gjald innheimt gæti það skilað milljörðum króna á ári í ríkiskassann.

Telur að ESA mótmæli ekki eignarhaldi Húsasmiðjunnar

Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Vestia, væntir þess að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni ekki gera athugasemd við eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni. Hann fagnar því að fá álit ESA á því flókna verkefni sem fjárhagsleg endurskipulagning íslenskra fyrirtækja er í því erfiða árferði sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í tölvupósti til Vísir.is.

Telur ólíklegt að Fitch lækki lánshæfiseinkunn Íslands

Greining Íslandabanka telur ólíklegt að matsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn Íslands þrátt fyrir ummæli Paul Rawkins, aðstoðarframkvæmdastjóra Fitch í London, í vikunni um neikvæð áhrif gengisdóms Hæstaréttar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins.

„Búið að taka mig af lífi“

„Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við.

Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi

Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum.

Tekjuhalli ríkissjóðs um 9,3% af landsframleiðslu

Rekstrarreikningur ríkissjóðs fyrir síðasta ár sýnir 139 milljarða króna tekjuhalla eða 32% af tekjum ársins og 9,3% af landsframleiðslu, samvkæmt ríkisreikningi sem var gerður opinber í dag.

Stefán Hilmarsson gjaldþrota

Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn.

3,4 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum.

Verðsamanburður á eldsneyti á Keldunni

Samkvæmt vefsíðunni keldan.is er lægsta bensínverð landsins hjá Orkunni, sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 193 krónur. Dýrasta bensínið er hjá Shell, þar kostar lítrinn 194,5 krónur.

Nýsköpun eykur sölu fisks til breskra neytenda

Viðskiptavinir stærstu smásölukeðju Bretlands eru yfir sig ánægðir með nýja fiskrétti frá Icelandic Group. 55% aukning í sölu fiskrétta er á milli ára í verslunum verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi.

Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá

Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum.

Sjá næstu 50 fréttir