Fleiri fréttir Mjög dregur úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði Mjög hefur dregið úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði í kreppunni. Í júní síðastliðnum var 68 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu öllu. Í sama mánuði árið 2006,þegar viðskiptin voru hvað mest á þessum markaði í aðdraganda þenslunnar sem endaði með bankahruninu, var 311 skjölum þinglýst. 23.7.2010 11:10 Sendinefnd AGS mælir með þriðju endurskoðuninni Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hún muni mæla með því að stjórn sjóðsins afgreiði og samþykki þriðju endurskoðunin á áætlun sjóðsins fyrir Ísland í september n.k. 23.7.2010 09:30 Segir að Deutsche Bank gæti tapað 200 milljörðum á Actavis Reuters hefur heimildir fyrir því að Deutsche Bank gæti þurft að taka á sig hátt í 1,5 milljarða evra eða allt að 200 milljarða króna skell við endurskipulagninguna á Actavis sem tilkynnt var um í gærdag. 23.7.2010 08:45 Íslendingar undir þrýstingi að leysa Icesave í ESB viðræðum Íslendingar verða beittir þrýstingi til að leysa Icesavedeiluna og að endurskoða fiskveiðistefnu sína í komandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en þær eiga að hefjast í næstu viku. 23.7.2010 07:31 Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. 22.7.2010 18:30 Segja stefnuna tilefnislausa PricewaterhouseCoopers hf. krefst frávísunar á máli slitastjórnar, skilanefndar og fulltrúa Glitnis gegn fyrirtækinu sem höfðað er fyrir dómstóli í New York. Í yfirlýsingu sem Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PricewaterhouseCoopers, sendi frá sér í kvöld segist hann telja að stefnan sé tilefnislaus og ekki á rökum reist. 22.7.2010 21:47 Um 4,7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,4 ma. viðskiptum. 22.7.2010 17:41 Nýir eigendur og forstjóri hjá Tali Nýir eigendur tóku í dag við rekstri Tals. Ingvar Garðarson var ráðinn forstjóri félagsins. Kjartan Örn Ólafsson hefur keypt 5% hlut í Tali sem er annars í eigu Auðar I fagfjárfestasjóðs. 22.7.2010 15:18 Skuldir Samsonar og Björgólfs eldri einnig gerðar upp Skuld Björgólfsfeðga við Arion banka upp á sex milljarða króna er hluti af heildarskuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators. Einnig 11 milljarða króna skuld vegna viðskipta föður hans og skuldir Samsonar eignarhaldsfélags. 22.7.2010 12:19 Samningum um endurfjármögnun Actavis lokið Gengið hefur verið frá samningum um endurfjármögnun Actavis Group í samvinnu við lánardrottna félagsins. Stærsti lánadrottinn Actavis er Deutsche Bank. 22.7.2010 11:00 Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum Seðlabankinn hefur ákveðið að halda dráttarvöxtum óbreyttum í 15% í ágúst. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um vaxtabreytingar. Vextir af verðtryggðum lánum verða einnig óbreyttir áfram í 4,8%. 22.7.2010 09:15 Aðeins dregur úr sölu skuldabréfa í útboðum Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í júní 2010 nam 28,59 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 29,02 milljarða kr. mánuðinn áður. 22.7.2010 09:10 Greining MP Banka spáir verðhjöðnun Greining MP Banka spáir verðhjöðnun í þessum mánuði en greiningin reiknar með að vísitala neysluverðs mælist 0,3% lægri í júlí en í júní. Ef það reynist rétt lækkar ársverðbólgan úr 5,7% í 5,2%. 22.7.2010 07:23 Norðurskel framleiðir 1.000 tonn af krækling á næsta ári Norðurskel í Eyjafirði mun framleiða 1.000 tonn af kræklingi á næsta ári. Útflutningsverðmætið nemur 200 til 300 milljónum króna. 22.7.2010 07:20 Segir engar skuldir verða afskrifaðar Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. 22.7.2010 00:01 Jón Ásgeir er vinur systur sinnar Það er ekki nein deila milli systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur, eftir því sem Jón fullyrðir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. 21.7.2010 17:27 Kaupmáttur eykst í fyrsta sinn frá hruni Hagstofan birtir í dag tölur yfir þróun launa og kaupmáttar fyrir júnímánuð. Tölurnar marka tímamót, því kaupmáttur yfir tólf mánaða tímabil er nú að aukast í fyrsta sinn frá því talsvert fyrir hrun. 21.7.2010 11:57 Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. 21.7.2010 18:32 Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum. 21.7.2010 17:56 Orri Hauksson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann hefur störf í ágúst. 21.7.2010 15:54 Yfir 90% sætanýting hjá Iceland Express til New York Iceland Express hefur ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring. Fram til 1. nóvember verður flogið fjórum sinnum í viku mánudaga til fimmtudaga, en frá nóvemberbyrjun verður flogið þrisvar í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. 21.7.2010 11:20 Landsbankinn býður viðskiptavinum hagstæð lán Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum annars vegar sérstök Framkvæmdalán og hins vegar Lán til góðra verka. 21.7.2010 10:20 Tæplega 170.000 starfandi á öðrum ársfjórðungi Fjöldi starfandi fólks á öðrum ársfjórðungi 2010 var 169.500 manns og fjölgaði um 2.000 frá sama tíma ári áður. 21.7.2010 09:11 Launavísitalan hækkaði um 2,2% í júní Launavísitala í júní 2010 er 378,3 stig og hækkaði um 2,2% frá fyrri mánuði. 21.7.2010 09:07 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar lítillega Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2010 er 102,2 stig sem er hækkun um 0,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í ágúst 2010. 21.7.2010 09:06 Atvinnuleysi ungs fólks mældist 21% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 8% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2009 til annars ársfjórðungs 2010 fækkaði atvinnulausum um 500 manns. 21.7.2010 09:03 Afar góð sala á nautakjöti í sumar Sala á nautakjöti í liðnum mánuði var afar góð og varð veruleg aukning á sölunni frá fyrra ári, þ.e. miðað við júní í fyrra, eða um 7,8%. 21.7.2010 08:55 Bankarnir fá ókeypis ríkisábyrgð Bankarnir greiða ekkert fyrir ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum. Yrði slíkt gjald innheimt gæti það skilað milljörðum króna á ári í ríkiskassann. 20.7.2010 18:30 Telur að ESA mótmæli ekki eignarhaldi Húsasmiðjunnar Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Vestia, væntir þess að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni ekki gera athugasemd við eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni. Hann fagnar því að fá álit ESA á því flókna verkefni sem fjárhagsleg endurskipulagning íslenskra fyrirtækja er í því erfiða árferði sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í tölvupósti til Vísir.is. 20.7.2010 16:56 Múrbúðin kærir Landsbankann til ESA Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. 20.7.2010 13:39 Krónumarkaður er 0,15% af því sem hann var fyrir bankahrun Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári er einungis 0,15% af sem hún var á sama tíma 2008. 20.7.2010 13:28 Spáir verðhjöðnun í júlí, verðbólgan lækkar í 5,2% Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 0,25% verðhjöðnun í júlí sem mun lækka 12 mánaða verðbólgu niður í 5,2%, úr 5,7%. 20.7.2010 11:04 Sendinefnd AGS stödd á landinu að ræða næstu endurskoðun Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) er nú stödd í Reykjavík og verður hér fram á fimmtudag. 20.7.2010 10:55 Telur ólíklegt að Fitch lækki lánshæfiseinkunn Íslands Greining Íslandabanka telur ólíklegt að matsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn Íslands þrátt fyrir ummæli Paul Rawkins, aðstoðarframkvæmdastjóra Fitch í London, í vikunni um neikvæð áhrif gengisdóms Hæstaréttar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins. 20.7.2010 08:33 Sumardofinn með mesta móti í Kauphöllinni Í rúman hálfan mánuð hafa engin viðskipti verið með helming þeirra félaga sem úrvalsvísitalan er sett saman af í Kauphöllini. 20.7.2010 07:45 „Búið að taka mig af lífi“ „Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. 19.7.2010 20:57 Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. 19.7.2010 18:54 Tekjuhalli ríkissjóðs um 9,3% af landsframleiðslu Rekstrarreikningur ríkissjóðs fyrir síðasta ár sýnir 139 milljarða króna tekjuhalla eða 32% af tekjum ársins og 9,3% af landsframleiðslu, samvkæmt ríkisreikningi sem var gerður opinber í dag. 19.7.2010 17:26 Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19.7.2010 17:18 3,4 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum. 19.7.2010 16:33 Verðsamanburður á eldsneyti á Keldunni Samkvæmt vefsíðunni keldan.is er lægsta bensínverð landsins hjá Orkunni, sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 193 krónur. Dýrasta bensínið er hjá Shell, þar kostar lítrinn 194,5 krónur. 19.7.2010 15:11 Nýsköpun eykur sölu fisks til breskra neytenda Viðskiptavinir stærstu smásölukeðju Bretlands eru yfir sig ánægðir með nýja fiskrétti frá Icelandic Group. 55% aukning í sölu fiskrétta er á milli ára í verslunum verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. 19.7.2010 11:45 Íbúðaverð í borginni hefur lækkað um 37,8% að raunvirði Frá því að íbúðaverð náði hámarki í verðbólunni sem var á íbúðamarkaðinum áður en gjaldeyris- og bankakreppan skall á hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 37,8% að raunvirði. 19.7.2010 08:42 Eignir tryggingarfélaga hækkuðu lítilega Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137,6 milljörðum kr. í lok maí og hækkuðu um 39 milljónir kr. milli mánaða. 19.7.2010 08:31 Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. 18.7.2010 18:32 Sjá næstu 50 fréttir
Mjög dregur úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði Mjög hefur dregið úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði í kreppunni. Í júní síðastliðnum var 68 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu öllu. Í sama mánuði árið 2006,þegar viðskiptin voru hvað mest á þessum markaði í aðdraganda þenslunnar sem endaði með bankahruninu, var 311 skjölum þinglýst. 23.7.2010 11:10
Sendinefnd AGS mælir með þriðju endurskoðuninni Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hún muni mæla með því að stjórn sjóðsins afgreiði og samþykki þriðju endurskoðunin á áætlun sjóðsins fyrir Ísland í september n.k. 23.7.2010 09:30
Segir að Deutsche Bank gæti tapað 200 milljörðum á Actavis Reuters hefur heimildir fyrir því að Deutsche Bank gæti þurft að taka á sig hátt í 1,5 milljarða evra eða allt að 200 milljarða króna skell við endurskipulagninguna á Actavis sem tilkynnt var um í gærdag. 23.7.2010 08:45
Íslendingar undir þrýstingi að leysa Icesave í ESB viðræðum Íslendingar verða beittir þrýstingi til að leysa Icesavedeiluna og að endurskoða fiskveiðistefnu sína í komandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en þær eiga að hefjast í næstu viku. 23.7.2010 07:31
Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. 22.7.2010 18:30
Segja stefnuna tilefnislausa PricewaterhouseCoopers hf. krefst frávísunar á máli slitastjórnar, skilanefndar og fulltrúa Glitnis gegn fyrirtækinu sem höfðað er fyrir dómstóli í New York. Í yfirlýsingu sem Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PricewaterhouseCoopers, sendi frá sér í kvöld segist hann telja að stefnan sé tilefnislaus og ekki á rökum reist. 22.7.2010 21:47
Um 4,7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,4 ma. viðskiptum. 22.7.2010 17:41
Nýir eigendur og forstjóri hjá Tali Nýir eigendur tóku í dag við rekstri Tals. Ingvar Garðarson var ráðinn forstjóri félagsins. Kjartan Örn Ólafsson hefur keypt 5% hlut í Tali sem er annars í eigu Auðar I fagfjárfestasjóðs. 22.7.2010 15:18
Skuldir Samsonar og Björgólfs eldri einnig gerðar upp Skuld Björgólfsfeðga við Arion banka upp á sex milljarða króna er hluti af heildarskuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators. Einnig 11 milljarða króna skuld vegna viðskipta föður hans og skuldir Samsonar eignarhaldsfélags. 22.7.2010 12:19
Samningum um endurfjármögnun Actavis lokið Gengið hefur verið frá samningum um endurfjármögnun Actavis Group í samvinnu við lánardrottna félagsins. Stærsti lánadrottinn Actavis er Deutsche Bank. 22.7.2010 11:00
Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum Seðlabankinn hefur ákveðið að halda dráttarvöxtum óbreyttum í 15% í ágúst. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um vaxtabreytingar. Vextir af verðtryggðum lánum verða einnig óbreyttir áfram í 4,8%. 22.7.2010 09:15
Aðeins dregur úr sölu skuldabréfa í útboðum Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í júní 2010 nam 28,59 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 29,02 milljarða kr. mánuðinn áður. 22.7.2010 09:10
Greining MP Banka spáir verðhjöðnun Greining MP Banka spáir verðhjöðnun í þessum mánuði en greiningin reiknar með að vísitala neysluverðs mælist 0,3% lægri í júlí en í júní. Ef það reynist rétt lækkar ársverðbólgan úr 5,7% í 5,2%. 22.7.2010 07:23
Norðurskel framleiðir 1.000 tonn af krækling á næsta ári Norðurskel í Eyjafirði mun framleiða 1.000 tonn af kræklingi á næsta ári. Útflutningsverðmætið nemur 200 til 300 milljónum króna. 22.7.2010 07:20
Segir engar skuldir verða afskrifaðar Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. 22.7.2010 00:01
Jón Ásgeir er vinur systur sinnar Það er ekki nein deila milli systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur, eftir því sem Jón fullyrðir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. 21.7.2010 17:27
Kaupmáttur eykst í fyrsta sinn frá hruni Hagstofan birtir í dag tölur yfir þróun launa og kaupmáttar fyrir júnímánuð. Tölurnar marka tímamót, því kaupmáttur yfir tólf mánaða tímabil er nú að aukast í fyrsta sinn frá því talsvert fyrir hrun. 21.7.2010 11:57
Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. 21.7.2010 18:32
Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum. 21.7.2010 17:56
Orri Hauksson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann hefur störf í ágúst. 21.7.2010 15:54
Yfir 90% sætanýting hjá Iceland Express til New York Iceland Express hefur ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring. Fram til 1. nóvember verður flogið fjórum sinnum í viku mánudaga til fimmtudaga, en frá nóvemberbyrjun verður flogið þrisvar í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. 21.7.2010 11:20
Landsbankinn býður viðskiptavinum hagstæð lán Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum annars vegar sérstök Framkvæmdalán og hins vegar Lán til góðra verka. 21.7.2010 10:20
Tæplega 170.000 starfandi á öðrum ársfjórðungi Fjöldi starfandi fólks á öðrum ársfjórðungi 2010 var 169.500 manns og fjölgaði um 2.000 frá sama tíma ári áður. 21.7.2010 09:11
Launavísitalan hækkaði um 2,2% í júní Launavísitala í júní 2010 er 378,3 stig og hækkaði um 2,2% frá fyrri mánuði. 21.7.2010 09:07
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar lítillega Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2010 er 102,2 stig sem er hækkun um 0,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í ágúst 2010. 21.7.2010 09:06
Atvinnuleysi ungs fólks mældist 21% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 8% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2009 til annars ársfjórðungs 2010 fækkaði atvinnulausum um 500 manns. 21.7.2010 09:03
Afar góð sala á nautakjöti í sumar Sala á nautakjöti í liðnum mánuði var afar góð og varð veruleg aukning á sölunni frá fyrra ári, þ.e. miðað við júní í fyrra, eða um 7,8%. 21.7.2010 08:55
Bankarnir fá ókeypis ríkisábyrgð Bankarnir greiða ekkert fyrir ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum. Yrði slíkt gjald innheimt gæti það skilað milljörðum króna á ári í ríkiskassann. 20.7.2010 18:30
Telur að ESA mótmæli ekki eignarhaldi Húsasmiðjunnar Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Vestia, væntir þess að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni ekki gera athugasemd við eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni. Hann fagnar því að fá álit ESA á því flókna verkefni sem fjárhagsleg endurskipulagning íslenskra fyrirtækja er í því erfiða árferði sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í tölvupósti til Vísir.is. 20.7.2010 16:56
Múrbúðin kærir Landsbankann til ESA Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. 20.7.2010 13:39
Krónumarkaður er 0,15% af því sem hann var fyrir bankahrun Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári er einungis 0,15% af sem hún var á sama tíma 2008. 20.7.2010 13:28
Spáir verðhjöðnun í júlí, verðbólgan lækkar í 5,2% Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 0,25% verðhjöðnun í júlí sem mun lækka 12 mánaða verðbólgu niður í 5,2%, úr 5,7%. 20.7.2010 11:04
Sendinefnd AGS stödd á landinu að ræða næstu endurskoðun Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) er nú stödd í Reykjavík og verður hér fram á fimmtudag. 20.7.2010 10:55
Telur ólíklegt að Fitch lækki lánshæfiseinkunn Íslands Greining Íslandabanka telur ólíklegt að matsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn Íslands þrátt fyrir ummæli Paul Rawkins, aðstoðarframkvæmdastjóra Fitch í London, í vikunni um neikvæð áhrif gengisdóms Hæstaréttar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins. 20.7.2010 08:33
Sumardofinn með mesta móti í Kauphöllinni Í rúman hálfan mánuð hafa engin viðskipti verið með helming þeirra félaga sem úrvalsvísitalan er sett saman af í Kauphöllini. 20.7.2010 07:45
„Búið að taka mig af lífi“ „Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. 19.7.2010 20:57
Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. 19.7.2010 18:54
Tekjuhalli ríkissjóðs um 9,3% af landsframleiðslu Rekstrarreikningur ríkissjóðs fyrir síðasta ár sýnir 139 milljarða króna tekjuhalla eða 32% af tekjum ársins og 9,3% af landsframleiðslu, samvkæmt ríkisreikningi sem var gerður opinber í dag. 19.7.2010 17:26
Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19.7.2010 17:18
3,4 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum. 19.7.2010 16:33
Verðsamanburður á eldsneyti á Keldunni Samkvæmt vefsíðunni keldan.is er lægsta bensínverð landsins hjá Orkunni, sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 193 krónur. Dýrasta bensínið er hjá Shell, þar kostar lítrinn 194,5 krónur. 19.7.2010 15:11
Nýsköpun eykur sölu fisks til breskra neytenda Viðskiptavinir stærstu smásölukeðju Bretlands eru yfir sig ánægðir með nýja fiskrétti frá Icelandic Group. 55% aukning í sölu fiskrétta er á milli ára í verslunum verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. 19.7.2010 11:45
Íbúðaverð í borginni hefur lækkað um 37,8% að raunvirði Frá því að íbúðaverð náði hámarki í verðbólunni sem var á íbúðamarkaðinum áður en gjaldeyris- og bankakreppan skall á hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 37,8% að raunvirði. 19.7.2010 08:42
Eignir tryggingarfélaga hækkuðu lítilega Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137,6 milljörðum kr. í lok maí og hækkuðu um 39 milljónir kr. milli mánaða. 19.7.2010 08:31
Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. 18.7.2010 18:32