Viðskipti innlent

Norðurskel framleiðir 1.000 tonn af krækling á næsta ári

Norðurskel í Eyjafirði mun framleiða 1.000 tonn af kræklingi á næsta ári. Útflutningsverðmætið nemur 200 til 300 milljónum króna.

Norðurskel hefur nú í meira en eitt ár afgreitt ræktaðan krækling úr Eyjafirði á markaði hér innanlands og einnig hefur verið flutt út til Belgíu vikulega, en þar er einn kröfuharðasti markaður skelina í Evrópu.

Skúli Gunnar Böðvarsson markaðsstjóri Norðurskeljar segir að þeir fái hæsta mögulega verðið fyrir krækling sinn í Belgíu eða á milli 200 og 300 þúsund krónur fyrir tonnið. Á þessu ári mun útflutningur til Belgíu nema um 150 til 200 tonnum.

Norðurskel hefur þróað aðferðir við ræktun og framleiðslu í mörg ár en flutning og markaðssetningu undanfarna mánuði. Norðurskel er með áætlanir eru um stórfellda aukningu á útflutningi á næstunni og reiknar með að framleiðslan geti numið 10.000 tonnum á ári innan nokkurra ára.

Sem stendur er kræklingurinn eingöngu ræktaður í Eyjafirði en Norðurskel á í samningum við aðila víða um land um að koma þar up kræklingarækt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×