Viðskipti innlent

Orri Hauksson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Orri Hauksson.
Orri Hauksson.

Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og hefur þar störf í ágúst.

Hann tekur við starfinu af Jóni Steindóri Valdimarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðar.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að Orri hafi gegnt ýmsum stjórnunarstöðum og hafi undanfarin ár sinnt fjárfestingum og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja fyrir hönd Novator, aðallega á sviði fjarskipta og hreinna orkugjafa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Hann var áður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans.

Orri var aðstoðarmaður forsætisráðherra árin 1997 til 2000. Hann er 39 ára vélaverkfræðingur frá HÍ og MBA frá Harvard Business School.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×