Viðskipti innlent

Afar góð sala á nautakjöti í sumar

Sala á nautakjöti í liðnum mánuði var afar góð og varð veruleg aukning á sölunni frá fyrra ári, þ.e. miðað við júní í fyrra, eða um 7,8%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar segir að í byrjun júní urðu þó nokkrar hækkanir á verðum fyrir nautgripaafurðir til kúabænda og er ekki að sjá að þær hækkanir hafi með nokkrum hætti dregið úr sölunni.

Heildarsalan á nautakjötisíðustu 12 mánuði hefur einnig aukist miðað við fyrra ár eða um 5,7%, eða um rúmlega 200 tonn. Á sama tíma hefur orðið þó nokkur samdráttur í sölu á bæði kinda- og svínakjöti. Alífuglakjöt heldur hinsvegar áfram að seljast vel og nam 12 mánaða söluaukning þess 3,5%.

Ef horft er til nánari sundurliðunar talna um nautakjötið má sjá að af heildarsölunni síðustu 12 mánuði, upp á 3.849 tonn, þá er hlutfall ungnauta 57,4% heildarmagnsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×