„Búið að taka mig af lífi“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2010 20:57 Stefán Hilmarsson segist hafa verið tekinn af lífi áður en niðurstaða fékkst í mál hans gegn Kaupþingi. „Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. Hann segir forsögu málsins vera þá að hann eigi í dómsmáli fyrir héraðsdómi í máli vegna vörslureikninga sem hann átti hjá Kaupþingi. Hann segir að lögmenn sinir hafi verið í gagnaöflun í fyrirtökum í málinu og kallað hafi verið eftir gögnum frá Arion banka um meðferð fjármuna á vörslureikningnum „Og þá kemur nú eitt og annað mjög skrýtið í ljós þegar farið er að skoða hvernig bankinn gekk um mínar eignir á vörslureikningi í bankanum," segir Stefán.Aðgerðir bankans hugsanlega persónulegs eðlis Arion banki höfðaði hins vegar mál gegn Stefáni vegna skuldar og krafðist kyrrsetningar á eignum hans. Hann hafi ekki getað lagt fram tryggingar vegna kröfu Arion og kyrrsetningin hafi því orðið árangurslaus. „Þá nánast lýsa lögmenn bankans því yfir á fundi að þeir ætli að keyra mig i þrot. „Um leið og ég er úrskurðaður gjaldþrota er ég búinn að missa forræðið yfir málinu. Þannig að áður en liggur fyrir endanleg niðurstaða í því máli sem okkur greinir á um að þá er búið að taka mig af lífi," segir Stefán. Hann sakar bankann um að vilja svipta sig forræði í því máli sem hann hafi höfðað gegn Kaupþingi. „Svona kyrrsetningaraðgerð og gjaldþrot er bara mjög harkaleg aðgerð þegar ágreiningur er um það hvernig bankinn hagaði meðferð fjármuna á mínum vörslureikningi," segir Stefán. Hann segist ekki vita hvers vegna bankinn hafi farið fram með slíku offorsi. Hugsanlega sé það þó persónulegs eðlis. Stefán bendir á að nú séu hundruð lántakenda að semja við bankana. „Það ríkir mikil óvissa um fjárhæð lána vegna gengistryggingardóms Hæstaréttar. Engu að síður eru þessir menn að halda því áfram að gera menn gjaldþrota út af skuldastöðu í banka," segir Stefán. Hann er verulega vonsvikinn yfir því að ekki hafi fengist niðurstaða í málinu sem hann höfðaði vegna vörslureikninga sinna. „Maður hefði talið að fyrst ætti að leysa ágreiningsmálið sem er fyrir héraði. Ef að ég hefði tapað því máli, þá hefði ég kannski skilið hörkuna í bankanum," segir Stefán. Hann segist ekki vita um mörg mál þar sem bankarnir gangi fram með slíku offorsi. „Ég er svo hissa á því af hverju þeir hjóla svona í mig að ég bara átta mig ekki á þessu," segir hann. Íhugar að kæra til lögreglu Stefán segir það liggja við að málið sem hann reki gegn bankanum sé það alvarlegt að sumt af því verði kært til lögreglu. „Það er verið að nota fjármuni í allsherjarmarkaðsmisnotkun sem bankinn stóð fyrir á 12 mánaða tímabili fyrir hrun," segir Stefán. Fjármunir sínir hafi verið notaðir til þess að kaupa hlutabréf í félögum tengdum Kaupþingi, á borð við Exista, Kaupþing og Bakkavör, án þess að hann hafi haft nokkuð um það að segja. „Þetta eru stór orð og maður hefði viljað leysa þennan ágreining fyrir héraði áður en maður spilar þessu út í fjölmiðla. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að þeir gengu um þessa fjármuni mína alveg eins og ég veit ekki hvað," segir Stefán. Stefán ráðleggur einstaklingum sem voru í viðskiptum við Kaupþing að láta fagmenn fara yfir alla fjárvörslureikninga sem voru hjá bankanum og skoða hvort eitthvað misjafnt hafi verið á seyði. „Menn eiga eftir að finna margt," segir Stefán. Tengdar fréttir Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. Hann segir forsögu málsins vera þá að hann eigi í dómsmáli fyrir héraðsdómi í máli vegna vörslureikninga sem hann átti hjá Kaupþingi. Hann segir að lögmenn sinir hafi verið í gagnaöflun í fyrirtökum í málinu og kallað hafi verið eftir gögnum frá Arion banka um meðferð fjármuna á vörslureikningnum „Og þá kemur nú eitt og annað mjög skrýtið í ljós þegar farið er að skoða hvernig bankinn gekk um mínar eignir á vörslureikningi í bankanum," segir Stefán.Aðgerðir bankans hugsanlega persónulegs eðlis Arion banki höfðaði hins vegar mál gegn Stefáni vegna skuldar og krafðist kyrrsetningar á eignum hans. Hann hafi ekki getað lagt fram tryggingar vegna kröfu Arion og kyrrsetningin hafi því orðið árangurslaus. „Þá nánast lýsa lögmenn bankans því yfir á fundi að þeir ætli að keyra mig i þrot. „Um leið og ég er úrskurðaður gjaldþrota er ég búinn að missa forræðið yfir málinu. Þannig að áður en liggur fyrir endanleg niðurstaða í því máli sem okkur greinir á um að þá er búið að taka mig af lífi," segir Stefán. Hann sakar bankann um að vilja svipta sig forræði í því máli sem hann hafi höfðað gegn Kaupþingi. „Svona kyrrsetningaraðgerð og gjaldþrot er bara mjög harkaleg aðgerð þegar ágreiningur er um það hvernig bankinn hagaði meðferð fjármuna á mínum vörslureikningi," segir Stefán. Hann segist ekki vita hvers vegna bankinn hafi farið fram með slíku offorsi. Hugsanlega sé það þó persónulegs eðlis. Stefán bendir á að nú séu hundruð lántakenda að semja við bankana. „Það ríkir mikil óvissa um fjárhæð lána vegna gengistryggingardóms Hæstaréttar. Engu að síður eru þessir menn að halda því áfram að gera menn gjaldþrota út af skuldastöðu í banka," segir Stefán. Hann er verulega vonsvikinn yfir því að ekki hafi fengist niðurstaða í málinu sem hann höfðaði vegna vörslureikninga sinna. „Maður hefði talið að fyrst ætti að leysa ágreiningsmálið sem er fyrir héraði. Ef að ég hefði tapað því máli, þá hefði ég kannski skilið hörkuna í bankanum," segir Stefán. Hann segist ekki vita um mörg mál þar sem bankarnir gangi fram með slíku offorsi. „Ég er svo hissa á því af hverju þeir hjóla svona í mig að ég bara átta mig ekki á þessu," segir hann. Íhugar að kæra til lögreglu Stefán segir það liggja við að málið sem hann reki gegn bankanum sé það alvarlegt að sumt af því verði kært til lögreglu. „Það er verið að nota fjármuni í allsherjarmarkaðsmisnotkun sem bankinn stóð fyrir á 12 mánaða tímabili fyrir hrun," segir Stefán. Fjármunir sínir hafi verið notaðir til þess að kaupa hlutabréf í félögum tengdum Kaupþingi, á borð við Exista, Kaupþing og Bakkavör, án þess að hann hafi haft nokkuð um það að segja. „Þetta eru stór orð og maður hefði viljað leysa þennan ágreining fyrir héraði áður en maður spilar þessu út í fjölmiðla. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að þeir gengu um þessa fjármuni mína alveg eins og ég veit ekki hvað," segir Stefán. Stefán ráðleggur einstaklingum sem voru í viðskiptum við Kaupþing að láta fagmenn fara yfir alla fjárvörslureikninga sem voru hjá bankanum og skoða hvort eitthvað misjafnt hafi verið á seyði. „Menn eiga eftir að finna margt," segir Stefán.
Tengdar fréttir Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18