Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. júlí 2010 18:54 Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. Einkahlutafélögin Spor og Sporbaugur ráku heildsöluverslun og verslanir með skófatnað. Síðasta haust keypti félagið S4S skóverslanirnar Steinar Waage, skór.is og Ecco út úr Sporbaugi. Stefán Bragi Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður félaganna, segir þetta hafa verið gert í samráði við stærsta kröfuhafa félaganna, Byr Sparisjóð. Eftir hafi setið um fimmhundrað milljóna króna skuld við Sparisjóðabanka Íslands sem tók félögin yfir og fengið í leiðinni tvöhundruð milljónir króna í reiðufé og lager. Félögin voru svo tekin til gjaldþrotaskipta þann 21. desember síðastliðinn. Við þetta eru forsvarsmenn félaganna afar ósáttir: „Allar þessar skuldir eru vegna gengistengdum lánum sem núna eru líklega orðin ólögleg. Það var engin önnur ástæða fyrir því að fyrirtækin voru orðin gjaldþrota heldur en hækkun þeirra lána." Stefán Bragi vandar skilanefnd Sparisjóðabankans ekki kveðjurnar. „Okkur er ekki stætt á öðru en að höfða skaðabótamál á hendur þessum mönnum. Þeir fara fram með þvílíku offorsi," segir Stefán Bragi. Hann er þó ekki viss um að það hafi neitt upp á sig þar sem að Sparisjóðabankinn er gjaldþrota. „Nei, en hvað á maður að gera? Ef maður telur að á sér sé brotið, þá verður maður að sækja rétt sinn." Skilanefndin hefur einnig leyst til sín félagið Seven Miles sem var eitt þeirra félaga sem átti Spor og Sporbaug. Hluthafar höfðuðu mál sem hefur ítrekað verið vísað í hérað frá Hæstarétti. „Þeir taka félagið yfir, skipta um stjórn og setja það í gjaldþrot án þess að upplýsa eigendur eða stjórna. Þeir gera þetta í skjóli myrkurs og með því að beita klíkustarfsemi inni í Hlutafélagaskrá," segir Stefán Bragi. Ekki náðist í skilanefnd Sparisjóðabankans í dag. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. Einkahlutafélögin Spor og Sporbaugur ráku heildsöluverslun og verslanir með skófatnað. Síðasta haust keypti félagið S4S skóverslanirnar Steinar Waage, skór.is og Ecco út úr Sporbaugi. Stefán Bragi Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður félaganna, segir þetta hafa verið gert í samráði við stærsta kröfuhafa félaganna, Byr Sparisjóð. Eftir hafi setið um fimmhundrað milljóna króna skuld við Sparisjóðabanka Íslands sem tók félögin yfir og fengið í leiðinni tvöhundruð milljónir króna í reiðufé og lager. Félögin voru svo tekin til gjaldþrotaskipta þann 21. desember síðastliðinn. Við þetta eru forsvarsmenn félaganna afar ósáttir: „Allar þessar skuldir eru vegna gengistengdum lánum sem núna eru líklega orðin ólögleg. Það var engin önnur ástæða fyrir því að fyrirtækin voru orðin gjaldþrota heldur en hækkun þeirra lána." Stefán Bragi vandar skilanefnd Sparisjóðabankans ekki kveðjurnar. „Okkur er ekki stætt á öðru en að höfða skaðabótamál á hendur þessum mönnum. Þeir fara fram með þvílíku offorsi," segir Stefán Bragi. Hann er þó ekki viss um að það hafi neitt upp á sig þar sem að Sparisjóðabankinn er gjaldþrota. „Nei, en hvað á maður að gera? Ef maður telur að á sér sé brotið, þá verður maður að sækja rétt sinn." Skilanefndin hefur einnig leyst til sín félagið Seven Miles sem var eitt þeirra félaga sem átti Spor og Sporbaug. Hluthafar höfðuðu mál sem hefur ítrekað verið vísað í hérað frá Hæstarétti. „Þeir taka félagið yfir, skipta um stjórn og setja það í gjaldþrot án þess að upplýsa eigendur eða stjórna. Þeir gera þetta í skjóli myrkurs og með því að beita klíkustarfsemi inni í Hlutafélagaskrá," segir Stefán Bragi. Ekki náðist í skilanefnd Sparisjóðabankans í dag.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira