Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Sigríður Mogensen skrifar 22. júlí 2010 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. Björgólfur Thor Björgólfsson fullyrðir að engar skuldir verði afskrifaðar, en hann og fjárfestingafélag hans Novator, gengu í vikunni frá skuldauppgjöri við fjölmarga banka. Þeirra á meðal eru Deutche Bank, Barclays, skilanefndir Glitnis og Landsbankans, Straumur og Arion banki. Skuldirnar nema samtals 1.200 milljörðum en þar vega skuldir vegna Actavis lang þyngst. Í uppgjörinu felst að Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í Actavis, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play, CCP og Verne Holding. Allar hans eignir liggja til grundvallar, samkvæmt tilkynningu. Arðurinn af þeim og verðmæti, verði þær seldar, ganga síðan á móti skuldunum. En það eru ekki einungis eignarhlutir í stórum fyrirtækjum sem eru undir því persónulegar eigur Björgólfs Thors ganga einnig til uppgjörs skuldanna. Húsið við Fríkirkjuveg hefur persónulegt gildi fyrir Björgólf en langafi hans Thor Jensen lét reisa það fyrir hundrað árum síðan. Húsið er í dag veðsett upp í rjáfur en Björgólfur keypti það fyrir nokkrum árum. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, var úrskurðaður gjaldþrota síðasta sumar. Ellefu milljarða króna skuld hans kemur inn í skuldauppgjör sonarins. Þá hyggst Björgólfur Thor gera upp hluta af skuldum Samsonar, þá 40 milljarða sem feðgarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. Ekki fékkst viðtal við Björgólf Thor í dag. Í tilkynningu er haft eftir honum að hann hafi um tíma staðið frammi fyrir persónulegu gjaldþroti. Samkomulagið sem hann hefur nú gert við lánadrottna sína þýði að hægt sé að byggja upp og selja eignir á eðlilegu verði, en með því fáist meira upp í skuldir en ella. Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. Björgólfur Thor Björgólfsson fullyrðir að engar skuldir verði afskrifaðar, en hann og fjárfestingafélag hans Novator, gengu í vikunni frá skuldauppgjöri við fjölmarga banka. Þeirra á meðal eru Deutche Bank, Barclays, skilanefndir Glitnis og Landsbankans, Straumur og Arion banki. Skuldirnar nema samtals 1.200 milljörðum en þar vega skuldir vegna Actavis lang þyngst. Í uppgjörinu felst að Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í Actavis, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play, CCP og Verne Holding. Allar hans eignir liggja til grundvallar, samkvæmt tilkynningu. Arðurinn af þeim og verðmæti, verði þær seldar, ganga síðan á móti skuldunum. En það eru ekki einungis eignarhlutir í stórum fyrirtækjum sem eru undir því persónulegar eigur Björgólfs Thors ganga einnig til uppgjörs skuldanna. Húsið við Fríkirkjuveg hefur persónulegt gildi fyrir Björgólf en langafi hans Thor Jensen lét reisa það fyrir hundrað árum síðan. Húsið er í dag veðsett upp í rjáfur en Björgólfur keypti það fyrir nokkrum árum. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, var úrskurðaður gjaldþrota síðasta sumar. Ellefu milljarða króna skuld hans kemur inn í skuldauppgjör sonarins. Þá hyggst Björgólfur Thor gera upp hluta af skuldum Samsonar, þá 40 milljarða sem feðgarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. Ekki fékkst viðtal við Björgólf Thor í dag. Í tilkynningu er haft eftir honum að hann hafi um tíma staðið frammi fyrir persónulegu gjaldþroti. Samkomulagið sem hann hefur nú gert við lánadrottna sína þýði að hægt sé að byggja upp og selja eignir á eðlilegu verði, en með því fáist meira upp í skuldir en ella.
Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira