Viðskipti innlent

Verðsamanburður á eldsneyti á Keldunni

Á keldan.is kemur fram að lægsta bensínverð landsins er hjá Orkunni.
Á keldan.is kemur fram að lægsta bensínverð landsins er hjá Orkunni.

Upplýsinga- og fjármálavefurinn Keldan sýnir nú á einum stað samanburð á verði á eldsneyti í öllum landshlutum, segir í fréttatilkynningu.

Samkvæmt vefsíðunni er lægsta bensínverðið hjá Orkunni, sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 193 krónur en dýrasta bensínið er hjá Shell, þar kostar lítrinn 194,5 krónur.

Markmið Keldunnar er að veita aðgang að öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru í viðskiptum og fjármálastarfsemi til að tryggja gegnsæi og stuðla að samkeppni á markaði. Á Keldunni er einnig yfirgripsmikil fréttaveita þar sem hægt er að fylgjast með almennum, viðskipta, íþrótta- og erlendum fréttum.

Keldan er jafnframt upplýsingaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Skráning í þjónustuna fer fram á vefnum og að skráningu lokinni hafa áskrifendur beinan rafrænan aðgang að margvíslegum upplýsingum svo sem ársreikningum fyrirtækja, fasteignaskrá, ökutækjaskrá og hlutafélagaskrá.

Á vefsíðunni kemur fram að stjórn Keldunnar ehf. skipa Jónas Fr. Jónsson (formaður), Magnús Viðar Sigurðsson og Kristján B. Jónasson. Eigendur Keldunnar ehf. eru Halldór Friðrik Þorsteinsson og Gunnar Sverrisson. Guðmundur Birgisson er framkvæmdastjóri Keldunnar ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×