Viðskipti innlent

Segja stefnuna tilefnislausa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
PricewaterhouseCoopers hf. krefst frávísunar á máli slitastjórnar, skilanefndar og fulltrúa Glitnis gegn fyrirtækinu sem höfðað er fyrir dómstóli í New York. Í yfirlýsingu sem Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PricewaterhouseCoopers, sendi frá sér í kvöld segist hann telja að stefnan sé tilefnislaus og ekki á rökum reist.

Hann segir að PricewaterhouseCoopers muni halda uppi vörnum af fullum krafti og vænti þess að dómstólinn í New York vísi málinu frá. Málið sé nú í höndum dómstólsins og mun félagið ekki tjá sig opinberlega um einstök atriði þess.

Stefna Glitnis gegn PricewaterhouseCoopers tengist stefnu gegn nokkrum einstaklingum sem allir voru stjórnendur Glitnis eða tengdra fyrirtækja. Þar á meðal eru hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×