Viðskipti innlent

Aðeins dregur úr sölu skuldabréfa í útboðum

Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í júní 2010 nam 28,59 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 29,02 milljarða kr. mánuðinn áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útboð í formi verðtryggðra skuldabréfa námu 19,7 milljörðum kr. en þar af voru 9,5 milljarðar kr. íbúðabréf gefin út af Íbúðalánasjóði, 2,75 milljarðar kr. útgefin af sveitarfélögum og 1,6 milljarður kr. verðtryggð ríkisbréf.

Útboð í formi óverðtryggðra skuldabréfa námu 8,89 milljörðum kr. allt ríkisbréf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×