Viðskipti innlent

Greining MP Banka spáir verðhjöðnun

Greining MP Banka spáir verðhjöðnun í þessum mánuði en greiningin reiknar með að vísitala neysluverðs mælist 0,3% lægri í júlí en í júní. Ef það reynist rétt lækkar ársverðbólgan úr 5,7% í 5,2%.

Árstíðabundnar verðlækkanir vegna sumarútsala vega þungt í júlí en það lítur út fyrir að þetta verði í fyrsta skipti í sex ár sem verðlag lækkar í mánuðinum. Undanfarin ár hefur hækkun fasteignaverðs og síðar veiking krónunnar yfirgnæft árstíðasveifluna í verðbólgunni, að því er segir í Markaðsvísi greiningarinnar.

Spáin er í samræmi við spár annarra greiningardeilda sem allar gera ráð fyrir verðhjöðnun í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×