Segir engar skuldir verða afskrifaðar 22. júlí 2010 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson áætlar að um fimm ár muni taka að greiða upp skuldir við innlenda og erlenda lánardrottna. Hann mun starfa fyrir lánardrottnana þar til skuldirnar eru greiddar. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira