Segir engar skuldir verða afskrifaðar 22. júlí 2010 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson áætlar að um fimm ár muni taka að greiða upp skuldir við innlenda og erlenda lánardrottna. Hann mun starfa fyrir lánardrottnana þar til skuldirnar eru greiddar. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira